is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36668

Titill: 
 • „Getum við farið í leik?“ : hvernig nýti ég hreyfingu og leiki í kennslu til að auka námsárangur, vellíðan og heilsu hjá nemendum í 5. bekk?
 • Titill er á ensku "Can we play games?" : how do I incorporate games and exercise in a 5th grade classroom for educational and health purposes?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Um er að ræða starfendarannsókn þar sem ég rýndi í starf mitt sem umsjónarkennari á fyrsta starfsári í grunnskóla. Tilgangurinn með verkefninu var að skoða hvernig mér tækist að kenna bóklega námsþætti í gegnum hreyfingu og leiki. Markmiðið var að efla mig sem fagmann og starfa í takt við starfskenningu mína. Verkefnið ber nafnið „Getum við farið í leik!“ og var rannsóknarspurningin: Hvernig nýti ég hreyfingu og leiki til að auka námsárangur, vellíðan og heilsu hjá nemendum í 5.bekk? Rannsóknin skiptist í tvö rannsóknartímabil, fyrra tímabilið var frá september og út nóvember 2019 og það seinna var frá janúar 2020 og fram í miðjan mars 2020. Rannsóknargögn voru rannsóknardagbók, kennsluáætlanir, viðhorfakönnun og verk nemenda ásamt ljósmyndum úr starfinu.
  Helstu niðurstöður leiddu í ljós að rannsóknartímabilin reyndust mér mis erfið, ég notaði leiki og hreyfingu meira á seinna tímabilinu. Seinna tímabilið reyndist auðveldara en það fyrra. Fyrra tímabilið einkenndist af notkun vinnubóka, agavandamálum og andlegri bugun en á seinna tímabilinu nýtti ég meira hreyfingu og leiki í kennslu. Ég tel helstu skýringar á því vera að á seinna tímabilinu var ég búin að kenna í nokkra mánuði og komin með meiri reynslu, sjálfsöryggi og lét agavandamál ekki hafa eins mikil áhrif á mig. Viðhorf nemenda gagnvart leikjum var jákvætt og nemendur voru virkir og áhugasamir þegar fjölbreyttar kennsluaðferðir voru notaðar.
  Með því að framkvæma þessa rannsókn tel ég að ég hafi náð að þróa með mér þekkingu sem ég kem til með að nýta mér sem grunnskólakennari í framtíðinni. Sú þekking auðveldar mér að búa til jákvætt námsumhverfi fyrir nemendur, vinna skapandi verkefni og mæta nemendum með hliðsjón af áhuga þeirra svo að þeir séu virkir í sínu námi. Með því skapa ég forsendur fyrir því að nám geti átt sér stað.

 • Útdráttur er á ensku

  In this project I used action research methods to scrutinize my own work as a new fifth grade teacher. The purpose of the study was to see whether I could teach multiple subject through educational games and movement. I strongly believe that children's education should happen mainly through games and excercises, instead of them sitting at their desks in the classroom and learning through books. The goal was to enhance my teaching skills and reflect on them. My research question was: "Can we play games?" In other words, how do I incorporate games and exercises into a 5th grade classroom for educational and health purposes? There were two research periods, the first was from the beginning of September 2019 and lasted through November and the second one was from the beginning of January until March 13th 2020. The research data consistead of a research journal, lesson plans, students questionnaires, artifacts (students work) and photographs.
  The findings indicated that there was a difference in relation to how each research period affected me and the ways in which I implemented the games and exercises in the classroom therefore varied as a result. In the first research period I had problems with classroom management, which affected my teaching methods and overall spirit. In the second research period I had gained more experience and confidence so I didn‘t let the behavior problems impact my way of teaching. The students' attitudes towardsthe games was positive and they were really active and enthusiastic when I used multiple teaching methods.
  I believe that this action research has allowed me to develop deeper knowledge of teaching and education, which I can build on as a primary school teacher. This knowledge enables me to make my classroom student friendly, where I can make learning fun and where students can feel positive and enthusiastic about their school work. My hope is that I can create an enviroment that encourages new ways of learning.

Samþykkt: 
 • 29.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36668


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.ed. ritgerðin 25. maí LOKASKIL.pdf1.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing.pdf28.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF