is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36669

Titill: 
 • „Kennsluaðferðir eru svo margvíslegar að þú bara lærir hvað hentar hverjum hópi.“ : fjölbreyttar kennsluaðferðir í enskukennslu á miðstigi grunnskóla
 • Titill er á ensku „Teaching methods are so diverse that you just learn what suits each group“ : various English teaching methods in the fifth to seventh grade in elementary school
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið og tilgangur þessa verkefnis er að skoða hvaða kennsluaðferðir enskukennarar eru að nota á miðstigi grunnskóla í dag og hvort um sé að ræða fjölbreytni í kennslu. Rannsóknin er eigindleg og byggir á hálfopnum einstaklingsviðtölum við fimm kennara sem kenna ensku á miðstigi í fimm grunnskólum á Íslandi. Af þeim búa þrír á höfuðborgarsvæðinu, einn á Norðurlandi og einn á Austurlandi. Kennararnir eru allir kvenkyns á aldrinum 25-56 ára. Þær búa allar yfir mislöngum starfsferli og eru með ólíka reynslu og menntun.
  Helstu niðurstöður verkefnisins sýna að kennararnir virðast leggja mesta áherslu á nemendamiðaða kennslu og tjáskiptaaðferðir. Þeir stuðla að fjölbreytileika og sveigjanleika í sinni enskukennslu. Kennararnir reyna að koma með fjölbreytt úrval af efniviði sem höfðar til mismunandi áhugasviða, styrkleika, færni og getu nemenda til að geta komið til móts við ólíkar þarfir þeirra. Auk þess reyna þeir að koma með raunveruleg verkefni sem hafa tilgang til að undirbúa nemendur undir kröfur daglegs lífs. Kennslustundir kennaranna virðast einkennast af nemendamiðaðri kennslu, þó virðist nemendamiðuð og kennaramiðuð kennsla blandast saman hjá einum kennaranum. Þeir leggja áherslu á alla færniþættina fjóra, þó aðallega talað mál og hlustun. Kennararnir telja mikilvægt að efla gagnrýna hugsun nemenda auk þess að efla hæfni nemenda til að ræða saman á ensku og spyrja spurninga. Aftur á móti leiða niðurstöðurnar einnig í ljós að kennarana skorti fjölbreyttara og nútímalegra námsefni. Af þeim sökum leita kennararnir gjarnan sjálfir að efni á Internetinu, í verslunum eða búa jafnvel til sitt eigið námsefni til að gera kennsluna sem mest spennandi og gagnlega, en þeim þykir það vera afar tímafrekt. Kennararnir voru allir á þeirri skoðun að það þurfi að endurskoða og endurútgefa eldri kennslubækur eða koma með nýjar bækur sem innihalda nýlegra efni.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim and purpose of this final thesis is to examine which teaching methods English teachers are using in the middle grades today and whether they emphasize on diversity in their teaching. A qualitative research is used where a semi-structured interview is taken with five teachers who teach English in the middle grade in five elementary schools in Iceland. Three teachers live in the capital area, one from the northern part and one from the eastern part of Iceland. The teachers are all female at the ages of 25-56 years old. They all have different career length, teaching experience and education.
  The main findings show that teachers seem to put emphasis on learner-centered teaching and communicative approach. They promote diversity and flexibility in their English teaching class. To meet the individual needs of every student, the teachers try to offer their students diverse selection of materials that cater to their different interests, strengths, skills and abilities. Furthermore, the teachers try to offer their students authentic tasks to prepare them for the demands of daily life. Their lessons seem to be characterized by learner-centered teaching, though one teacher seems to blend it together with teacher-centered. The teachers focus on all four language skills, though mainly on speaking and listening skills. They believe it is important to develop students’ critical thinking. Along with developing students‘ ability to communicate with each other in English and ask questions. However, the findings also reveal that the teachers lack diverse and modern materials. For that reason, the teachers often look for materials themselves on the Internet, in stores or even create their own materials to make their lessons more exciting and useful, but it seems to be extremely time-consuming. The teachers all agreed that it is necessary to revise and republish old textbooks or bring new textbooks that contain modern materials.

Samþykkt: 
 • 29.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36669


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf172.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Kennsluaðferðir eru svo margvíslegar_Lokaverkefni_BellaDebbieJaneVíðisdóttir.pdf777.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna