Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3667
Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B.Ed. gráðu við Háskóla Íslands, Menntavísindasviði vorið 2009. Ritgerðin fjallar um Kuðungsígræðslu (Chochlear implants). Höfundur fjallar um það hvernig aðgerðin er framkvæmd, hverjir geta farið í kuðungsígræðslu, og fordóma sem eru gagnvart aðgerðinni. Einnig kemur höfundur inn á það hverju þetta breyti fyrir viðkomandi sem fer í þessa aðgerð og hvort að munur verði á félagslegri og eða námslegri hegðun.
Við gerð þessarar ritgerðar tók höfundur viðtal við unga konu sem hefur farið í ígræðslu, heyrandi kennara sem kennir heyrnalausum börnum sem sum eru með kuðungsígræðslu og talmeinafræðing sem vinnur náið með börnum sem fá kuðungsígræðslu. Höfundur kynnti sér fræðiheimildir og reyndi að skoða þær með gagnrýnum augum. Einnig skoðaði höfundur báðar hliðar á málinu, þ.e.a.s. á hverju þessir fordómar byggjast og hvort þeir eigi við rök að styðjast. Eftir að hafa kynnt sér málið vel og vandlega ásamt því að ræða við viðmælendur komst höfundur að þeirri niðurstöðu að kuðungsígræðsla er mikil framför í læknavísindum. Kuðungsígræðsla gerir mikið fyrir heyrnarskert og heyrnarlaust fólk. Hinsvegar er mikilvægt að varðveita menningu heyrnarlausra og þá sérstaklega táknmálið, það er og verður alltaf móðurmál heyrnarlausra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð.pdf | 237.42 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |