is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36671

Titill: 
 • Sköpun með hljóði : námsefni fyrir grunnskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Greinargerð þessi ásamt efnisvef með kennsluefni um hljóð er 30 eininga (ECTS) lokaverkefni til M.Ed.-prófs í kennslu upplýsingatækni og miðlunar á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Verkefnið felst annars vegar í ritun þessarar greinargerðar og viðtalsrannsókn sem þar liggur að baki og hins vegar gerð efnisvefs með kennsluefni fyrir nemendur og kennara í grunnskóla.
  Greinargerðin fjallar um gerð efnisvefsins og fræði sem liggja að baki nemendaverkefnum og þróun hugmynda um þau. Einnig er greint frá viðtalsrannsókn og snerist um að kanna hvernig upplýsingatækni og miðlun er háttað í grunnskólum um þessar mundir og þá með sérstakri áherslu á hljóð. Viðtölin skiluðu dýrmætum upplýsingum um þau efni. Tekin voru fjögur viðtöl við kennara og kennsluráðgjafa í fjórum grunnskólum. Í ljós kom að í öllum skólunum voru nemendur á ýmsum aldri að vinna að ýmiss konar miðlunarverkefnum þar sem oftast er unnið með iPad-spjaldtölvur og ýmsan hugbúnað í þeim, mest iMovie en einnig GarageBand og fleiri verkfæri. Þá er töluvert leitað eftir myndum og hljóðefni á netinu til nota við slík verk.
  Efnisvefurinn fjallar um hljóð sem þátt miðlunar í skapandi skólastarfi. Hann er settur upp á vefsetri Wix og samanstendur af verkefnasafni, hljóðsafni, kennslumyndum og ábendingum um forrit og efnissíður eða aðrar bjargir á vef til nota í kennslu við grunnskóla. Verkefnin reyna á sköpun og þar er miðillinn eða miðlunarþátturinn hljóð notaður í ýmiss konar vinnu sem koma má fyrir á hvaða greinasviði sem er. Í efnisvefnum er einnig safn alls konar hljóða sem nemendur og kennarar mega nýta við vinnu að verkefnum í skóla. Þar eru enn fremur kennslumyndir sem sýna hvernig unnið er með hljóð í forritinu iMovie fyrir spjaldtölvur.
  Höfundur er með BA-gráðu í margmiðlunartækni frá norskum háskóla og hefur mikinn áhuga á að ýta undir margmiðlunarkennslu í íslenskum grunnskólum. Hann vill að efnisvefur-inn sé opinn öllum sem vilja nýta sér hann í námi og kennslu og efla með því stafræna miðlun og kennslu um hana. Hann mun bæta hljóðum og verkefnum við námsefnið þegar frá líður og ráðgerir að uppfæra vefinn eftir því sem þörf krefur og tímar líða fram. Upplýsingatækni verður æ öflugri þáttur náms og kennslu og á því sviði er alltaf eitthvað nýtt til að prófa. Höfundur vonar að kennarar og nemendur í grunnskólum geti nýtt sér efnisvefinn sem hér er lagður fram þegar fást á við miðlun með hljóði og upplýsinga- og tæknimennt í samþættingu við aðrar námsgreinar. Vefurinn ber heitið Sköpun með hljóði og er settur upp á vefsetri Wix á slóðinni: https://berglindsigurjons.wixsite.com/skopunmedhljodi.

 • Útdráttur er á ensku

  This paper along with a website containing teaching material using sound is a 30 ECTS unit project toward the M.Ed.-degree in teaching information technology and multimedia at the University of Iceland’s School of Education. The project consists of two parts, one is this paper and the interview research behind it and the other the creation of website in Icelandic contain-ing teaching materials for students and teachers at the primary and lower secondary school level.
  The paper is about the creation of the website, its´ theoretical background and the development of ideas behind project work laid out for students. It also covers the interview research that was done in relation with the project and focused on seeing how multimedia is in elementary schools at the time of writing with a further focus on sound. The researcher took four interviews with teachers and teaching consultants in four elementary schools. The interviews gave great insight into the material and showed that in all of the schools students were doing multimedia exercises and most of them were using iPad’s and a lot of the work was being done in iMovie.
  The website focuses on sound as a medium or medium component in creative school practice. It is built and hosted at Wix.com and includes exercises, a sound bank, tutorial videos and tips regarding programs, websites and other resources for student work. The exercises encourage creativity and the application of the medium sound in a variety of projects that can be carried out within almost any discipline or across subject fields. On the website there is also a collection of all sorts of sounds that students and teachers can use at will in these exercises or other project work at school. A few tutorials in video format explain how to work with sound in the program iMovie on iPads.
  The author has a BA-degree in multimedia technology from a Norwegian University and has great interest in encouraging multimedia teaching in Icelandic schools at the primary and lower secondary level. She wants her site to be accessible for everyone that wants to use it for learning and teaching or to promote digital media in school practice. She will add more sounds and exercises over time and plans to update the web site as needed as time goes by. Multimedia technology has become an ever more powerful tool and in that field there are always new things to try out. The author hopes that teachers and students will be able to make good use of her site tackling digital media and information technology integrated with other fields. The website is titled Sköpun með hljóði (e. Creativity with Sound). It is built and hosted at Wix.com. The web address is https://berglindsigurjons.wixsite.com/skopunmedhljodi.

Samþykkt: 
 • 30.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36671


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-BerglindSigurjónsdóttir.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_27.05.20.pdf187.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF