Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36673
Þessi ritgerð er skrifuð sem lokaritgerð til B.Ed-prófs við grunnskólakennslu með áherslu á erlend tungumál. Einelti getur verið víða og hefur áhrif á þá sem eru í kringum það. Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka og skilgreina hugtakið einelti og það helsta sem kemur að að því t.d. gerendur, þolendur, áhorfendur og áhrif eineltis. Einnig er fjallað um hvað skólar og kennarar geta gert til að fyrirbyggja einelti og hvernig bregðast má við þegar einelti er þegar til staðar. Mikið er um einelti í grunnskólum og skólar og kennarar þurfa að hafa þekkingu til að koma auga á það og bregðast við. Einnig er mikilvægt að fyrirbyggja einelti með sérstökum eineltisáætlunum. Niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að öflug úrræði séu til staðar hér á landi til þess að fyrirbyggja einelti eða bregðast við þegar það kemur upp en til að geta notað þessi úrræði þarf að kunna á þau. Hér er því leitast við að varpa ljósi á eðli eineltis og þeirra úrræða sem beita má gegn því í tengslum við rannsóknir og fræðilegar kenningar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
eineltiigrunnskolum.pdf | 565,24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.pdf | 181,49 kB | Lokaður | Yfirlýsing |