is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36677

Titill: 
  • Að verða leikskóli án aðgreiningar : starfendarannsókn um hlutverk sérkennara
  • Titill er á ensku Becoming an inclusive preschool : action research on the role of a special education teacher
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skólar á Íslandi eiga að starfa án aðgreiningar. Það þýðir að öll börn eiga að hafa möguleika á að fara í sinn hverfaskóla og þroskast og lært með öðrum börnum, sama hvert líkamlegt eða andlegt atgervi þeirra er. Tilgangur þessarar rannsóknar er að auka þekkingu mína, sem sérkennara í leikskóla, á því hvernig ég get unnið með öðrum til þess að þróa starf án aðgreiningar í leikskólanum. Markmið rannsóknarinnar er að auka upplýsingagjöf og samstarf á milli sérkennsluteymis og starfsmanna deildar. Stefnt er að því að upplýsingagjöf sé gagnkvæm og að með markvissri ráðgjöf starfsmanna sérkennsluteymis til starfsmanna deildar sé hægt að stuðla að því að stuðningsbörn verði virkari hluti af barnahópi deildarinnar. Verkefnið stýrist af tveimur rannsóknarspurningum: „Hvernig get ég, sem fulltrúi sérkennsluteymis, komið á upplýsingaflæði á milli mín og deildar og þannig stuðlað að skóla án aðgreiningar?” og „Hvaða leiðir get ég, sem fulltrúi sérkennsluteymis, farið til að þróa hlutverk mitt við að veita ráðgjöf inn á deild til að stuðla að skóla án aðgreiningar?”
    Rannsóknin er starfendarannsókn með eigindlegum gagnaöflunaraðferðum. Gögn rannsóknarinnar voru fyrst og fremst rannsóknardagbók rannsakanda en einnig var gögnum aflað með rýnihópaviðtölum. Rannsóknarvinur var notaður til þess að auka gildi rannsóknarinnar. Sex þátttakendur tóku þátt í rannsókninni að mér meðtöldum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á það hvernig hægt væri að ná markmiðum rannsóknarinnar. Þær leiddu í ljós hvernig samrýning gæti orðið að samstarfi, hvernig ég náði að skipuleggja upplýsingagjöf og hvernig ég fékk hina þátttakendurna til þess að eigna sér verkefnið. Niðurstöður sýndu að sú ráðgjöf sem ég veitti starfsmönnum Stjörnukots ýtti undir skóla án aðgreiningar en slíkt ferli krefst samstarfsvilja allra þátttakenda. Að lokum sýndu niðurstöðurnar fram á það hvernig fagmennska mín hefur eflst.
    Rannsóknin sýndi að hægt er að setja upp verkferla um samstarf á milli sérkennslu og hinna almennu deilda leikskólans, sem stuðlar að starfi án aðgreiningar. Ferlið krefst þó tíma til undirbúnings auk ákveðinnar þrautsegju og fagmennsku. Eins og fyrri rannsóknir á samstarfi hafa sýnt fram á, þá tekur samstarf tíma og krefst samstarfsvilja allra þeirra sem koma að málinu. Niðurstöðurnar rannsóknarinnar leiddu í ljós að ég náði að auka þekkingu mína á því hvernig sé hægt að vinna með öðrum að því að þróa leikskóla án aðgreiningar. Auk þess hef ég þróað mína eigin fagmennsku sem kennari.

  • Útdráttur er á ensku

    Schools in Iceland are supposed to work toward an inclusive education, meaning that all children should have an equal opportunity to attend their local school. To have the opportunity to grow and learn with other children, no matter their physical or cognitive abilities. The purpose of this research is to improve my knowledge as a special education teacher on how to work with others towards an inclusive educational environment at the preschool level. The goal of this research is to improve information flow and collaboration between myself and employees of an early childhood classroom. The information should flow both ways and a systematic consultation to the employees of the early childhood classroom should be developed to push special education students into becoming active students of the classroom. The research is guided by two research questions: ,,How do I, as a special education teacher, set up information exchange between myself and the classroom to encourage the development of inclusive education?” and ,,How can I, as a special education teacher, develop a consultation between myself and the classroom to encourage the development of inclusive education?”
    This was an action research using qualitative data collection. The primary data was my research journal but focus group interviews were also used. A critical friend was used to uphold the value of the research. As the research was focused upon collaboration there were six participants, including myself.
    The findings of this research have shown that it is possible to achieve the aims set forward. They show how coordination can become collaboration, how I successfully set up information flow and got the other participants to claim ownership of the research. The findings also show that consultation from myself to the early childhood classroom is possible. This process though requires a certain will to collaborate between participants. The findings also show how my professionalism has developed.
    This research shows that it is possible to set up collaborative procedures between special education and the early childhood classroom which encourages inclusive education practices. This process however took time, resilience, and a professional attitude. Like previous research has shown this requires time and a will to collaborate. Through this action research I have not only improved my knowledge on how it is possible to work with others toward an inclusive education but I have also developed my own professionalism as a teacher.

Samþykkt: 
  • 30.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36677


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bjarki Dalsgaard Sigurthorsson - Leikskoli an adgreiningar.pdf956.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Rafræn yfirlýsing lokaverkefni_30.05.20.pdf187.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF