Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36678
Rannsóknarritgerð þessi er lokaverkefni til BA-prófs í þroskaþjálfafræði við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viðfangsefni ritgerðarinnar er atvinnuþátttaka fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði og vinnumarkaðsaðgerðir stjórnvalda. Rannsóknin er eigindleg og byggir á viðtölum við sex einstaklinga sem hafa reynlsu af málefninu með ólíkum hætti. Viðmælendur eru tvö fötluð ungmenni og starfsfólk atvinnutengdra úrræða. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er „Hver er upplifun og reynsla fatlaðs fólks á atvinnuþátttöku og með hvaða hætti eru stjórnvöld að styðja við atvinnumál þeirra?“
Þrátt fyrir ólíka aðkomu að þessum málaflokki má sjá sameiginlega þætti sem þarf að hlúa að og betrumbæta. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að auka þarf fjölbreytni á atvinnuframboði fyrir fatlað fólk og huga að fræðslu til fyrirtækja til að koma í veg fyrir fordóma gagnvart fötluðu fólki sem sækir um á almennum vinnumarkaði. Einnig þarf að bæta stuðning við fatlað fólk sem þegar er komið með vinnu á almennum vinnumarkaði, til þess þarf aukið fjármagn til viðeigandi stofnana svo hægt sé að styrkja málaflokkinn betur. Þar að auki þarf að stuðla að viðhorfsbreytingum í samfélaginu í meira mæli en nú er gert þar sem upplifun og reynsla fatlaðs fólks er að þau séu í baráttu við hinn almenna vinnumarkað.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-próf.pdf | 418,71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
img008.jpg | 589,29 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |