Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36679
Með aðalnámskrá frá 2011 og 2013 breyttust áherslur í námsmati. Þar kom inn lykilhæfni, matsviðmið, hæfniviðmið og einkunnagjöf í bókstöfum. Skólastjórnendur og kennarar fengu aðlögunartíma og áttu að vinna að námsmati og útfæra ákveðna þætti innan síns skóla. Skólar voru mislengi að koma sér inn í þetta nýja matskerfi. Tilgangur þessarar M.Ed.-ritgerðar er að skoða námsmat í samfélagsgreinum á unglingastigi og hvernig þetta nýja námsmatskerfi hefur verið útfært. Rannsóknarspurningin er: Hvernig er námsmati háttað í samfélagsgreinum á unglingastigi? Rannsóknin er eigindleg og voru tekin hálfstöðluð viðtöl við fimm samfélagsgreinakennara á unglingastigi í tveimur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Notast var við markmiðsúrtak og valdir voru kennarar sem þóttu hafa lagt sig fram um að meta nemendur með hliðsjón af ákvæðum gildandi aðalnámskrár. Viðtölin voru svo greind með þemagreiningu. Skoðuð voru gögn frá kennurum sem þeir nota til að meta nemendur eins og til dæmis verkefni, áætlanir og próf. Niðurstöðurnar benda til þess að kennararnir sem tóku þátt virðast leggja sig fram um að vera með fjölbreytt námsmat. Þeir virðast leita eftir hæfni frekar en þekkingu hjá nemendum. Hæfni felur í sér skilning, gagnrýna hugsun, hæfileika til að setja sig í spor annarra og sköpun. Kennararnir skipuleggja námsmatið út frá mats- og hæfniviðmiðum í aðalnámskrá. Kennararnir segja hæfniviðmiðin of mörg og oft óljós og því hafi þeir farið þá leið að skipta þeim niður á annir þessara þriggja ára eða að taka þau í sundur. Þegar þeir þróuðu námsmatið hjá sér sóttu þeir í aðra kennara eftir hugmyndum. Nemendur virðast ekki tengja á milli námsmatsins og mats- og hæfniviðmiðanna þó svo að kennararnir hafi lagt sig fram við að útskýra það. Kennararnir gefa fyrir í bókstöfum og litum inni á Mentor. Þeir virðast vera jákvæðir yfir breytingunum sem hafa átt sér stað á námsmati. Þeir voru allir með leiðsagnarmat, aðallega í formi munnlegrar endurgjafar, auk sjálfsmats og jafningjamats. Ekki kom í ljós munur á vinnubrögðum eftir menntun og reynslu í starfi þegar kom að námsmati.
In 2011 and 2013 changes were made to the national curriculum for compulsory schools in Iceland. The focus of these changes were assessment methods in use within the education system. Emphasis was placed on elements such as key competences, assessment criteria, competence criteria and the introduction of a new grading system. Individual schools were responsible for how and when to implement these changes. Therefore, the rate at which these changes have been incorporated differed between schools. The aim of this thesis is to explore the new assessment methods and how they can be used by social studies teachers of students aged 13 to 16. A qualitative method was used for this research. Data was collected from teachers of Social Studies through five individual semi-structured interviews. The teachers were based in two Icelandic municipalities. A purposive sample was used to choose teachers who had been assessing students using the current curriculum guidelines for compulsory schools. The interviews were analysed using a thematic analysis method as were assignments, plans, tests and other materials provided by the teachers for this study. The results suggest the teachers in this study used a broad range of assessment methods. The findings show that emphasis is placed on competence rather than knowledge during the assessment. By focusing on competence levels, skills such as comprehension, critical thinking, perception and innovation are revealed. The teachers organised the assessment according to specific assessment criteria and competence criteria. Some teachers expressed difficulty assessing the competence criteria. The teachers find them broad and vague which results in them having to distribute competence criteria over each semester throughout the three years or divide them so they become more manageable. When developing their assessment methods teachers shared their experiences and looked to each other for ideas. Teachers revealed issues regarding the student´s inability to link the assessment to the assessment criteria and competence criteria. Feedback was positive regarding the new grading system. Students receive letters and colours on Mentor as opposed to numbers as in the old system. All the participants relied on verbal feedback to guide and motivate students combined with peer- and self-evaluation. Education and work experience had little effect on the quality of the development of the assessment used.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaskil.pdf | 1.18 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 með undiskrift.pdf | 198 kB | Lokaður | Yfirlýsing |