is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36681

Titill: 
 • Stærðfræði og listir : myndlist er fleira en að teikna : stærðfræði er fleira en að reikna
 • Titill er á ensku Mathematics and art : art is more than drawing : mathematics is more than arithemtic
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangurinn með verkefninu er að skoða eigin kennslu og hvernig til hefur tekist að tengja saman bóklega grein og list- og verkgrein. Markmið mitt hefur verið aðskapa nemendum þannig tækifæri til að vinna með stærðfræði á annan og meira skapandi hátt en hefðbundin kennsla býður upp á.
  Rannsóknin sem er starfendarannsókn fjallar um ferðalag mitt í Grundaskóla, Akranesi, frá árinu 1984 og til dagsins í dag. Það er forvitnilegt og spennandi að ígrunda eigin reynslu og skoða vegferð sína í starfi. Áhersla mín á tengingu stærðfræðinnar við listir var í gegnum mynstur. Fyrstu verkefnin voru einföld, en eftir því sem árin liðu óx mér kjarkur og áræðni til að ráðast í verkefni sem engin hefð var fyrir að unnin hefðu verið áður. Við skoðun gagnanna endurspeglast ákveðin þemu í stærðfræðikennslunni, fyrst og fremst rúmfræði Evklíðs og hnitakerfi og flutningar. Önnur þemu sem birtast eru Origami pappírsbrot, brotalar og svokölluð aðferð Eschers. Einnig er minnst á Fibonacci rununa og gullinsnið. Í verkefninu er fjallað stuttlega um hvert þessara fimm þema.
  Til að varpa sem bestu ljósi á starfshætti mína sem kennara tók ég viðtal við samkennara minn og rannsóknarvin. Samstarf okkar hefur varað lengi og án þess hefðu mörg þeirra mynsturverkefna sem unnin voru ekki orðið að veruleika. Einnig tók ég viðtal við fyrrverandi nemanda minn um það hvaða máli það hefði skipt að hafa mig sem stærðfræðikennara. Von mín er að þetta verkefni verði innblástur fyrir kennara til að bjóða upp á skapandi verkefni í stærðfræði og opna þannig nemendum undraheima stærðfræðinnar, þar sem svo margt er hægt að rannsaka í stað þess að einblína á að reikna dæmi og fá niðurstöðu. Margt af því sem varð á vegi mínum í rannsókninni hefur orðið mér innblástur til nýrra verkefna. Mér kom til dæmis á óvart hvernig Origami pappírsbrot hafa nýst til framfara í tækni og vísindum. Í ljósi núverandi umræðu um mikilvægi sköpunar og nýsköpunar væri full ástæða til að kynna nemendum Origami.
  Með því að samþætta námsgreinar á þennan hátt tel ég að nemendur fái tækifæri til að beita skapandi vinnubrögðum sem auki þeim skilning á fræðilegum grunnatriðum. Slík vinnubrögð gefa einnig möguleika á nýtingu upplýsingatækni, bæði með leiðbeiningum á youtube og til að kanna tengsl lista og stærðfræði. Það er von mín að þessi rannsókn verði kennurum hvatning til að nýta sér skapandi vinnubrögð og samþættingu í kennslu. Reynsla mín er til vitnis um að skapandi vinna og samþætting stuðli að því að nemendur verði sjálfstæðari, glaðari og jákvæðari en þeir hefðu annars orðið.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this project was to study my own teaching and how I have managed to integrate basic subjects with arts and crafts. My goal with the teaching was to create opportunities for students to work with mathematics in a different and more creative ways than traditonal teaching methods offer. This action research study, covers my journey as a teacher at Grundaskóli in Akranes from 1984 to the present. It is interesting and exciting to dive into my own experience and look at what I have been doing through the years. My emphasis on linking mathematics with arts has mainly been done by looking at all kinds of patterns.
  The first projects were simple but gradually my courage grew and I took on projects that were untraditional and unlike anything that had been done before. In the data themes emerged that are reflected in my mathematics teaching methods but first and foremost Euclid´s geometry, the coordinate system and transformations. Other themes I have worked with are Origami folds, fractals and Eschers´s method, Fibonacci sequence and The Golden Ratio. I talk briefly about these five themes in my thesis.
  To shed light on my teaching methods, I interviewed my fellow teacher and critical friend. Our cooperation has lasted for a long time and without it, many of the projects would never have surfaced. I also interviewed my former student about what it meant for him to have me as his mathematics teacher. I hope that my thesis will serve as an inspiration for other teachers to offer creative projects that will open up the wonders of mathematics which is so much more giving than performing simple tasks in order to get the right results. Many of the things I ran into while working on my thesis, have inspired me to come up with more new projects. For example it surprised me how Origami projects have led to progress in science. In light of the recent discussion about the importance of creativity and innovation, I think there is a good reason to introduce Origami to students.
  By integrating subjects in this way I believe that students will get an opportunity to work creatively in a way that will deepen their understanding of basic rules in mathematics. Working creatively in this manner should also give an opportunity to work with computers, both with instructions on youtube and to explore the connection between art and math. It is my hope that this study might become an inspiration for other teachers to teach in a creative and integrative way. In my experience working creatively with students, and integrating subjects, students become more enthusiastic, happier and more independant than if working in a traditional way.

Samþykkt: 
 • 30.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36681


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stærðfræði og listir .pdf12.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni - yfirlýsing - Borghildur.pdf344.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF