Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36682
Í þessu verkefni verður fjallað um tengsl samræðulesturs við frjálsan leik barna. Reynt verður að svara rannsóknarspurningunni hvaða áhrif hefur samræðulestur á frjálsan leik barna? Frjáls leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir allan þroska barna en kennarar þurfa að vita hvaða hlutverk þeir spila í leiknum og börn þurfa að fá tækifæri til þess að leika sér án afskipta. Eins þurfa börn að fá efnivið sem ýtir undir nám þeirra sem og umhverfi þar sem ímyndunaraflið fær lausan tauminn. Samræðulestur er aðferð sem hvetur börn til þess að taka virkan þátt í lestri gæðabóka. Kennarinn spyr spurninga og útskýrir flókin orð og orðasambönd á meðan á lestrinum stendur. Samræðulestur eykur orðaforða og ímyndunarafl barna og hefur þannig jákvæð áhrif á frjálsan leik barna. Kennarar þurfa að vera meðvitaðir um hlutverk sitt. Þeir velja bækur við hæfi og undirbúa samræðulestrarstundina vel.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| ,,Ég er Loki, hvert ert þú?%22.pdf | 264,48 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| IMG_7767.jpg | 2,61 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |