Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36683
Stéttarfélög á Íslandi gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Yfirgnæfandi meirihluti vinnandi fólks á aðild að stéttarfélögunum. Verksvið stéttarfélaganna er því vítt og er starfsemi þeirra bæði yfirgripsmikil og fjölbreytt. Þetta gerir það að verkum að stéttarfélögin hafa þörf fyrir fjölbreytt og fjölhæft starfsfólk. Þó leggja þau ekki áherslu á að ráða tómstunda- og félagsmálafræðinga til starfa.
Markmiðið með rannsókninni var að skoða starfsemi stéttarfélaganna og máta starfsemina við þá þekkingu og kunnáttu sem tómstunda- og félagsmálafræðingar eiga að búa yfir þegar þeir hafa lokið námi sínu. Skoðað var hvernig starfsmenn í ábyrgðarstöðum innan stéttarfélaganna og verkalýðsfélaganna líta á störf sinna verkalýðshreyfinga, hvaða augum þeir líti á sín eigin störf og hvort þeir sjái hlutverk fyrir tómstunda- og félagsmálafræðinga innan félaganna. Loks var reynt að teikna upp einhverja mynd af þeim hlutverkum sem tómstunda- og félagsmálafræðingar gætu sinnt innan stéttarfélaganna og verkalýðsfélaganna.
Í rannsókninni voru tekin viðtöl við sjö einstaklinga sem starfa eða hafa starfað í ábyrgðarstöðum innan stéttarfélaga eða verkalýðshreyfinga á Íslandi. Upplýsinga var aflað með rúmlega klukkustundar löngum viðtölum við hvern og einn viðmælanda. Einnig var upplýsingum safnað úr skriflegum heimildum, gagnagrunnum og af heimasíðum verkalýðsfélaganna.
Helstu niðurstöður eru þær að þekking og kunnátta tómstunda- og félagsmálafræðinga gæti nýst vel innan stéttarfélaganna á Íslandi. Starf stéttarfélaganna byggir á lýðræðislegum grundvelli, virkni félagsmanna, samskiptafærni og viðburðastjórnun og allir þessi þættir teljast til styrkleika tómstunda- og félagsmálafræðinga.
Tómstunda- og félagsmálafræðingar uppfylla flest þau skilyrði sem gerð eru til starfsmanna og starfsemi stéttarfélaganna. Þeir gætu nýst við marga þætti starfseminnar og í raun er starf stéttarfélaganna merkilega líkt starfi frístundaheimilanna og félagsmiðstöðvanna þegar litið er til inntaks þess samkvæmt viðmælendum. Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að best færi á því að stéttarfélögin og heildarsamtök stéttarfélaganna réðu til sín tómstunda- og félagsmálafræðinga.
The trade unions in Iceland have an important role in Icelandic society. An overwhelming majority of workers in Iceland are members of the trade unions. The role of the trade unions is expansive and their operations comprehensive and varied. However, they do not employ Leisure Educators.
The goal of the research was to investigate the operations of the trade unions and compare the operations to the knowledge and the skills that leisure educators are supposed to have obtained through their studies. A look was taken at how employees of the trade unions viewed the work of their unions, how they viewed their own jobs within their unions and if they saw a role for leisure educators within their unions. Finally, an attempt was made at drawing up a possible role for leisure educators within the trade unions.
The research was done by interviewing seven individuals that are employed or have been employed in positions of responsibility within the trade union movement in Iceland. The most important way of gathering data was through interviews with the previously mentioned individuals lasting over an hour each. Data was also gathered through written sources, databases and from the websites of the trade unions.
The main conclusions are that the knowledge and know-how of Leisure Educators could be put to good use within the trade unions of Iceland. The operations of the trade unions rest on democratic processes, activities of members, social skills and event management. All of those factors can be counted as strengths of Leisure Educators.
Leisure Educators fulfil most of the demands made for employees and operations of the trade unions. They could prove useful in many aspects of operations and in fact the operations of the trade unions share a considerable similarity with the operations of afterschool programs and youth centres according to the interviewees. The author reaches the conclusion that it would be in the best interest of the trade unions and the federations of trade unions to employ Leisure Educators.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis - Bryngeir Arnar M.Ed..pdf | 172.39 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
BryngeirArnarBryngeirsson - Hvað geta tómstunda- og félagsmálafræðingar gert fyrir stéttarfélög á Íslandi.pdf | 774.33 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |