is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36685

Titill: 
  • Sköpun og flæði : möguleikar í myndmenntarkennslu sem tæki til aukinnar núvitundar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Greinargerð þessi er hluti af 10 eininga (ECTS) lokaverkefni til B.Ed.-prófs með áherlsu á list- og verkgreinar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið er tvískipt og samanstendur af greinargerð og verkefnabanka sem ætlað er að styðja við kennslu í myndmennt. Verkefnin eru þannig uppbyggð að nemendur vinna verk þar sem leitast er við að framkalla ró og slakandi áhrif án kvíða og óöryggis sem getur gætt þegar nemendur einblína á fagurfræðilega útkomu verksins. Í greinargerðinni er rýnt í fræðin og hugmyndin að baki verkefnabankanum kynnt. Stuðst er við kenningu um flæði eftir sálfræðinginn Mihaly Csikszentmihalyi en einnig er litið til rannsóknar um kvíða og depurð nemanda í grunnskólum landsins sem Dr. Ársæll Arnarsson og Dr. Einar B. Þorsteinsson gerðu um heilsu og lífskjör skólanema á Íslandi árið 2018. Sú rannsókn leiddi í ljós að kvíði og depurð ungmenna er að aukast. Höfundur telur að verkefnabanki tengdur myndmennt með verkefnum unnum í anda flæðikenningarinnar geti hjálpað nemendum að öðlast betri andlega líðan. Það er ósk höfundar að verkefnaheftið eigi eftir að nýtast kennurum sem liður í aðgerðum til að auka andlega vellíðan nemenda.

Styrktaraðili: 
  • .
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 30.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sköpun og flæði. B.Ed ritgerð 2020.pdf285.61 kBLokaður til...22.09.2030GreinargerðPDF
Yfirlýsing. útfyllt.pdf154.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Flæðisverkefni - maí 2020 (1).pdf13.4 MBLokaður til...22.09.2030VerkefnaheftiPDF