is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36687

Titill: 
  • Spjaldtölvur, málumhverfi nemenda og málstefna grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla er skólum skylt að setja sér málstefnu og því kemur til ábyrgðar skóla og kennara að halda íslensku máli að nemendum sínum í öllu skólastarfi. Því er tilgangur þessa verkefnis að skoða hvernig skólar og kennarar líta á ábyrgð sína gagnvart íslenskri málstefnu í ljósi innleiðingar spjaldtölva í grunnskóla og hvaða áhrif hún hefur á málumhverfi nemenda. Ákveðið var að afla gagna í einum grunnskóla bæjarfélags þar sem spjaldtölvur hafa verið notaðar í kennslu frá því árið 2015. Spurningar voru lagðar fyrir skólastjóra og starfandi kennara skólans á unglingastigi varðandi málstefnu skólans og þeirra eigin málstefnu innan kennslustofunnar. Einnig var stafrænt umhverfi nemenda í spjaldtölvum skoðað sérstaklega.
    Í ljós kom að stjórnendur og kennarar skólans virtust ekki nægilega upplýstir um þá ábyrgð sem þeim ber að fylgja eftir samkvæmt opinberri málstefnu á Íslandi m.a. vegna þess að stafrænt umhverfi í spjaldtölvum nemenda var á ensku. Ákveðið andvara- eða hugsunarleysi skólastjóra og kennara virðist því vera gagnvart mikilvægi þess að námsumhverfi í spjaldtölvum þurfi að vera á íslensku. Vert er þó að nefna að þrátt fyrir að allt umhverfi spjaldtölvunnar sé á ensku er allt sem kemur frá kennurum og nemendum á íslensku. Þetta hefur því enn sem komið er frekar áhrif á form en stöðu íslenskunnar.
    Það skiptir miklu máli að hugsað sé til þess í innleiðingu spjaldtölva í skólastarf að skólinn velji spjaldtölvur sem bjóða upp á íslenskt notendaviðmót, þannig geta nemendur unnið í íslensku málumhverfi. Þetta verkefni er framlag í þeirri umræðu og er ætla að vekja athygli á ábyrgð skóla til að setja sér málstefnu, sérstaklega með tilliti til spjaldtölvuvæðingar, og stuðla að jákvæðu viðhorfi barna til íslenskunnar.

Samþykkt: 
  • 30.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36687


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Spjaldtölvur, málumhverfi nemenda og málstefna grunnskóla..pdf679,16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_DP.pdf202,01 kBLokaðurYfirlýsingPDF