Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36688
Í lokaverkefni þessu er lagt mat á markmið, menntagildi og kennsluhætti samfélagsgreina í ljósi áherslna aðalnámskrár grunnskóla þar um og hvort og hvernig menntamálayfirvöld, sveitarfélög, kennaradeildir Háskólanna, sjóðir og aðrir hagsmunaaðilar hafi stuðlað að birtingarmynd hinnar ætluðu námskrár. Þannig er lagt mat á hvaða verkfæri kennarar hafa kost á að nýta sér svo nám í samfélagsgreinum fari fram á grundvelli þeirra hugmynda um menntagildi, markmið og kennsluhætti sem aðalnámskrá kveður á um.
Í fyrri hlutanum er markmiðið að draga fram þær nýju áherslur sem yfirvöld menntamála lögðu í gildandi aðalnámskrá, sérstaklega í samfélagsgreina hluta hennar. Kannað var þannig hvernig núgildandi kafli aðalnámskrár um kennsluhætti og markmið samfélagsgreina hefur tekið breytingum frá eldri námskrám m.a. til að greina hvort og hvaða þörf hafi verið á virkri íhlutun menntamálayfirvalda til að hin ætlaða námskrá kæmist til framkvæmda innan grunnskólanna sjálfra. Í síðari hluta ritgerðarinnar var leitast við að greina hvernig menntamálayfirvöld, s.s. Menntamálastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, þróunarsjóðir og háskólar auk ýmissa annarra hagsmunaaðila hafa stutt við innleiðingu hinnar nýju námskrár.
Það er meginniðurstaða þessarar greiningar að hvorki hafi með skipulegum né heildstæðum hætti verið stuðlað að innleiðingu aðalnámskrár. Nokkur áhersla hafi verið á kynningu á meginþáttum aðalnámskrár, einkum þeim þáttum sem voru í almennum hluta hennar svo sem um grunnþætti menntunar og nýtt námsmat. Útgáfa námsefnis og kennsluleiðbeininga í anda verulegra breyttra áherslna í samfélagsgreinahluta var þó í mýflugumynd. Samfélagsgreinar sem námssvið virðist sitja á hakanum hvað varðar innleiðingu aðalnámskrár. Lærdómssamfélag á samfélagsmiðlum og á netinu urðu aftur á móti vettvangur til að skiptast á hugmyndum og ræða sýn og stefnumörkun í skólamálum. Meginniðurstaða verkefnisins er því sú að huga þarf mun betur og skipulega að því hvernig eigi að tryggja að nýjar áherslur og markmið aðalnámskrár komi til framkvæmda og birtist í skipulagi náms og störfum kennara.
In this essay the aims, rationale and teaching methods in social studies are assessed in light of the curriculum guide for compulsory schools and how and if educational authorities, municipalities, the Educational faculties of the Universities, funds and other stakeholders have contributed to the implementation of the intended curriculum. Thus it is assessed which methods and tools teachers can utilize so that social studies take place on basis of the ideas about rationale, aims and teaching methods provided for in the curriculum guide.
In the first part the goal is to highlight the new aims the educational authorites put in the current curriculum guide, especially the social studies´ subject area. It was analyzed how the current social studies curriculum on teaching methods and aims has developed from previous curriculum guides, i.e. to identify whether and if so the need for active intervention of the educational authories so that the intended curriculum would be implemented within the compulsory schools. In the second part an attempt was made to analyze how educational authorites, such as The Directorate of Education, Icelandic Association of Local
Authorities, and the City of Reykjavík, development funds and universities as well as other stakeholders have supported the implementation of the new curriculum guide.
The main conclusion of this analysis is that the curriculum guide was neither systematically nor comprehensively implemented. Some emphasis was on the introduction of the main components of the curriculum guide, especially components in the general section such as the fundamental pillars and new study assessment. Publication of study material and teaching guidelines in the spirit of significantly changed aims in the social studies subject area was minimum. Social studies as a subject area seem to be to left behind when implementing a new curriculum guide. Learning communites on social media platforms and on the internet however became the arena for exchanging ideas and discuss vision and policy making in the educational field. The main conclusion of the essay is that much better and orderly attention must be paid to how to ensure that new emphases and aims of a curriculum guide are implemented and visible in teachers´s daily work.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Dalla Ólafsdóttir -Lokaritgerð.pdf | 947.9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing_SDÓ.jpeg | 3.15 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |