is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36690

Titill: 
  • Kvíði barna á yngsta stigi grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni til BA prófs í uppeldis- og menntunarfræði verður fjallað um kvíða barna. Lögð er áhersla á að lýsa einkenni kvíða, helstu kvíðaröskunum og hvernig ýmsir verndandi þættir geta haft áhrif á kvíða barna, sérstaklega á yngsta stigi grunnskóla. Ritgerðin er fræðileg heimildaritgerð þar sem notast er við fyrirliggjandi gögn og heimildir. Eitt af meginmarkmiðum ritgerðarinnar er að vera hagnýtt fræðsluefni sem muni nýtast foreldrum, öðrum uppalendum og fagfólki sem vinna með börnum til að skilja betur kvíða, helstu kvíðaraskanir og afleiðingar þeirra á börn. Einnig verður sjónum beint að því hvaða þættir eru áhrifaríkastir til að draga úr og koma í veg fyrir alvarlegan kvíða barna. Rannsóknum ber saman um að verndandi þættir og forvarnir geta dregið úr kvíða barna og komið í veg fyrir að hann þróist enn frekar. Í því sambandi gegna foreldrar mikilvægu hlutverki því þeir geta sýnt börnum hvernig á að takast á við og leysa kvíðavaldandi aðstæður. Með samvinnu, öflugum forvörnum, verndandi þáttum og jákvæðum samskiptum er hægt að stuðla að betri líðan barna og vera vakandi yfir þeim einkennum og áhrifum sem kvíði barna getur haft. Mikilvægt er að taka á kvíða barna strax til að koma í veg fyrir að kvíði þróist yfir í kvíðaröskun sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og mikil áhrif á daglegt líf og framtíð barna.

Samþykkt: 
  • 30.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36690


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð__Kvíði barna á yngsta stigi grunnskóla_Dóra Eggertsdóttir.pdf485.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16_lok.pdf222.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF