is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36693

Titill: 
 • Að vera til staðar : hlutverk leiðsagnarkennara
 • Titill er á ensku To be there : the role of mentor teachers
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessa meistaraverkefnis var að rannsaka viðhorf til nýs starfs leiðsagnarkennara í grunnskólum, hvert meginhlutverk leiðsagnarkennara ætti að vera og hverjar séu megináskoranirnar. Fjallað er um hið nýja starf leiðsagnarkennarans sem Kennarasamband Íslands boðaði vorið 2019. Þörfin fyrir þetta nýja starfsheiti hefur aukist vegna þess hversu fáir kennarar útskrifast um þessar mundir. Rannsóknir benda til þess að hlúa þurfi betur að þeim sem koma nýir í skólana sökum breytinga er orðið hafa á kennarastarfinu.
  Rannsóknin er eigindleg og byggir á þrenns konar gögnum. Í fyrsta lagi svörum kennara, skólastjórnenda og nýliða við spurningum í vefpósti og tveimur einstaklingsviðtölum við starfandi leiðsagnarkennara. Í öðru lagi vettvangsnótum þar sem fylgst var með vinnusmiðju starfsnámsnema. Í þriðja lagi dagbókarskrifum höfundar um veitta leiðsögn, markmið hennar og eigin upplifun af því að veita hana sem og upplifuð viðbrögð þiggjenda leiðsagnarinnar.
  Niðurstöður benda til að hugsa þurfi hugtakið nýliði í kennslu á mun víðtækari hátt en áður hefur verið gert en skilgreining á starfinu í kjarasamningum kennara þykir skref í rétta átt. Skýrar vísbendingar eru um að leiðsagnarkennarar þurfi að veita fjölbreyttari hópum innan skólanna leiðsögn en margir gera sér grein fyrir og má þar nefna, fyrir utan kennaranema, leiðbeinendur og kennara sem eru nýir í viðkomandi skóla. Vísbendingar komu fram um að leiðsagnarkennarar þurfi að aðstoð nýliða við ýmiskonar undirbúning kennslu, kynna þeim margskonar aðstæður sem hafa þarf þekkingu á innan skólans, vera nýliðum ráðgjafi, fylgjast með líðan hans og leiðbeina honum um samskipti við forráðamenn. Einnig virðist brýnt að greina á milli hlutverks leiðsagnarkennara og æfingakennara og stuðla að því að leiðsagnarkennari verði leiðtogi um faglega samvinnu. Þá virðist mikilvægt að vinnutími leiðsagnarkennara sé sveigjanlegur þótt yfirleitt sé um lágt stafshlutfall að ræða. Mikilvægasta hlutverk leiðsagnarkennarans virðist hins vegar vera að hann sé fyrst og fremst til staðar fyrir nýliða eins og kennaranema og hafi fyrir þessa hópa bæði skilgreindan tíma og svigrúm svo vel sé að verki staðið.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this research is to analyse the main role of the mentor teachers in primary schools and the challenges they face in their work with different groups of novice teachers. There is discussion about the new profession of the mentor teacher which the Icelandic Teachers’ Union announced in spring 2019. The need for this new professional title has increased because of how few teachers are graduating. Research indicates that it is necessary to take better care of those individuals who arrive new in the schools because of the changes that have taken place in the work of teachers.
  The research is qualitative and is based on three different types of data. Firstly, the answers of teachers, school leaders and novices to questions sent by email, and in two individual interviews with currently employed mentor teachers. Secondly, field notes from the interns‘ workshops. Thirdly, the researchers‘ diary about the mentoring, its goals, and the personal experience of mentoring as well as the experience of the mentees.
  Results indicate that it‘s necessary to define the term novice in teaching in a much more widespread way than has been done up to now, but its definition in the teacher‘s collective wage agreements seems to be a step in the right direction. There is clear evidence that mentor teachers must mentor more different groups inside the schools than people realise, such as interns, teachers without a teaching licence, and teachers who are new in their respective schools. There is evidence that mentor teachers need to assist novices with all kinds of preparation for their teaching, introduce them to all kinds of situations inside the schools that are necessary to have knowledge about, to be a counsellor, to look after their wellbeing, and to give them advice on communication with legal guardians. It also seems important to make a definition between a mentor teacher and a practice teacher, and to promote mentor teachers to become leaders on professional collaboration. It also seems important that the mentor teachers‘ working hours are flexible even though the job percentage is low. The mentor teacher‘s most important role, however, seems to be that he more than anything else is there for novices such as interns and that he has a defined time and latitude to do his work properly.

Samþykkt: 
 • 30.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_EKH.pdf187.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Edda Kristín Hauksdóttir_Að vera til staðar. Hlutverk leiðsagnarkennara.pdf904.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna