is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36695

Titill: 
  • ,,Einhverfu börnin verða ekki þátttakendur í skólanum nema að fá þennan undirbúning og öryggi" : fullgild þátttaka einhverfra barna innan grunnskólans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er sjónum beint að einhverfum nemendum í grunnskólum er kenna sig við stefnuna um skóla án aðgreiningar. Hugtakinu þátttaka er gefinn gaumur og varpað er ljósi á þær faglegu aðferðir og viðmið sem þroskaþjálfar þurfa að tileinka sér í starfi í grunnskólanum. Leitað verður svara við því hvernig þroskaþjálfar geta sem best stuðlað að aukinni náms- og félagslegri þátttöku einhverfra barna í grunnskólum. Í því samhengi er varpað ljósi á fagstétt þroskaþjálfa innan grunnskólans, þróun sérþekkingar hennar er rakin og hugmyndafræðilegar forsendur skoðaðar. Jafnframt er einhverfuhugtakið krufið og áhersla lögð á þau faglegu verkfæri og vinnubrögð sem talin eru skila hvað bestum árangri í stuðningi og kennslu einhverfra barna í grunnskólanum. Verkefnið er fræðileg skýrsla og eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við fagfólk sem hefur sérþekkingu innan vettvangs þar sem unnið er með einhverfum börnum, s.s. í grunnskólum. Rannsóknin gefur til kynna mikilvægi starfs og starfshátta þroskaþjálfa innan grunnskólans sem og faglegrar nálgunar þeirra í skólakerfinu. Niðurstöður sýna mikilvægi þekkingar á ólíkum vinnubrögðum og starfsháttum sem geta stuðlað að aukinni þátttöku einhverfra barna í grunnskólum. Út frá niðurstöðum er hægt draga þá ályktun að þroskaþjálfar þurfi að búa yfir þekkingu á viðeigandi faglegum verkfærum og tileinka sér ákveðna nálgun í vinnu með einhverfum börnum í skólastarfi. Aukin þekking og skilningur á einhverfu getur stuðlað að aukinni þátttöku einhverfra barna innan grunnskólans. Að lokum má færa rök fyrir mikilvægi þess að fagstéttir, s.s. þroskaþjálfar hafi góðan skilning á þátttökuhugtakinu og þýðingu þess í ljósi stefnu um skóla án aðgreiningar.

Samþykkt: 
  • 30.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36695


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
,,Einhverfu börnin verða ekki þátttakendur í skólanum nema að fá þennan undirbúning og öryggi%221 .pdf498.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Hallfríður og Elín.pdf218.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF