is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/367

Titill: 
 • Kynjaímyndir í sjónvarpsauglýsingum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Auglýsingar eru hluti af daglegu lífi í okkar samfélagi. Í þessari ritgerð verður fjallað
  um kynjaímyndir í sjónvarpsauglýsingum. Fylgst var með sjónvarpsauglýsingum yfir
  vikutímabil í lok febrúar 2006 og þær svo greindar. Aðalþættir greiningarinnar snúa
  að því hvort kynið sé sýnilegra og hvaða hlutverki það gegnir í auglýsingunni, auk
  þess sem kyn þula í auglýsingum er greint.
  Settar verða fram skilgreiningar á staðalímyndum og kynjaímyndum ásamt því
  að fjallað verður sérstaklega um auglýsingar, þær skoðaðar í sögulegu ljósi og sagt frá
  áhrifamætti þeirra. Viðtöl voru tekin við kvikmyndagerðarmann sem hefur áralanga
  reynslu í auglýsingagerð og hans sjónarmið kynnt.
  Alls voru 137 auglýsingar greindar, sumar hverjar mjög ítarlega og þeim skipt
  niður í flokka. Reynt verður að gefa sem skýrasta mynd af sjónvarpsauglýsingamarkaðnum með þessum greiningum og niðurstöður kynntar.
  Markmið ritgerðarinnar er að sýna hvernig kynin birtast í sjónvarpsauglýsingum og
  svara því hvort jafnrétti kynjanna ríki í þeim eða hvort ólík viðhorf til kynjanna birtast
  í þeim.

Samþykkt: 
 • 1.1.2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/367


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kynjaimyndir.pdf340.94 kBOpinnKynjaímyndir í sjónvarpsauglýsingum - heildPDFSkoða/Opna