is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36700

Titill: 
  • Að standast kröfurnar : námskeið fyrir unga fullkomnunarsinna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir á fullkomnunaráráttu hafa aukist á undanförnum árum en sýnt hefur verið fram á að hún er að aukast á meðal ungs fólks. Misjafnt er hvaðan hún sprettur en það er ljóst að við búum í hröðu og kröfuhörðu samfélagi sem getur reynst ungmennum krefjandi. Þessi greinargerð er hluti af 10 eininga lokaverkefni til BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Skiptist verkefnið upp í tvo hluta, greinargerð og námskeið. Markmið greinargerðarinnar er að varpa ljósi á fullkomnunaráráttu og hinar fjölmörgu víddir hennar, bæði jákvæðar og neikvæðar. Námskeiðið Að standast kröfurnar er ætlað unglingum í 8.-10. bekk. Efni og inntak námskeiðsins byggir að mestu á hugrænni atferlismeðferð en núvitundaræfingar og ígrundun gegna einnig veigamiklu hlutverki. Námskeiðið samanstendur af ýmsum æfingum, umræðum, verkefnum, fræðslu og leikjum sem miða að því að draga úr letjandi áhrifum fullkomnunaráráttu og ýta undir jákvæðar hliðar hennar. Meðal þess sem farið er yfir er tímastjórnun, styrkleikar, mistök og markmiðasetning. Námskeiðið er sett upp sem átta vikna ferli þar sem hópurinn hittist einu sinni í viku, 2,5 klukkustund í senn. Námskeiðið var prófað með hópi unglinga. Í greinargerðinni er að finna umfjöllun um ferlið ásamt mati þátttakenda.

Samþykkt: 
  • 30.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36700


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil-Elva-GreinargerðBA.pdf617,29 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Lokaskil-Elva-NámskeiðBA.pdf4,1 MBLokaður til...01.12.2090FylgiskjölPDF
ElvaDogg_YfirlysingBAlokaverkefni.pdf164,88 kBLokaðurYfirlýsingPDF