is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36701

Titill: 
  • Berta og Bárður : greinargerð með samnefndri barnabók til að efla orðaforða og hljóðkerfisvitund tveggja til þriggja ára barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Margar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi markvissrar málörvunar og hefur komið fram að sterk hljóðkerfisvitund og orðaforði hefur forspárgildi fyrir lestrarnám og lesskilning þegar barnið byrjar í skóla. Markviss málörvun ungra barna er því sérstaklega þýðingarmikil. Mark¬miðið höfunda var að útbúa málörvunarefni fyrir tveggja til þriggja ára börn. Höfundum þessa verkefnis fannst vanta aðgengilegt efni fyrir yngstu börnin þar sem unnið er með ýmsa færni tengda bernskulæsi, hljóðkerfisvitund og málþroska. Útbúin var bókin Berta og Bárður sem ætluð er tveggja til þriggja ára börnum og hentar einnig vel sem málörvunarefni fyrir tvítyngd börn. Í bókinni er hægt að vinna með bernskulæsi með því að lesa bókina með börnunum og ræða við þau um efni hennar. Einnig er lögð áhersla á að þjálfa hljóðkerfisvitund svo sem rím og samstöfur auk þess sem bókin er hugsuð til að efla málþroskaþætti eins og orðaforða og afstöðuhugtök. Í bókinni eru kynnt fyrir börnum algeng afstöðuhugtök eins og til dæmis undir, á milli og ofan á.
    Bókin hentar vel fyrir samræðulestur en rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi þeirrar aðferðar. Við gerð bókarinnar voru notuð orð úr Orðaforðalista eftir Elsu Páls¬dóttur sem gefinn er út af Menntamálastofnun og inniheldur orð sem ætlast er til að leikskóla¬börn hafi á valdi sínu. Í bókina var einnig reynt að velja efni sem þótti líklegt til að vekja áhuga ungra barna og reynt að tengja atburði og umhverfi sögunnar reynsluheimi þeirra. Í bókinni Berta og Bárður eru fimm myndskreyttar blaðsíður og á hverri síðu er saga og ljóð. Í greinar-gerðinni er meðal annars fjallað um málþroska barna til þriggja ára aldurs, málörvun á leikskóla auk þess sem hugmyndafræði bókarinnar er kynnt. Kennsluleiðbeiningar fylgja einnig með greinargerðinni.

Samþykkt: 
  • 30.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36701


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berta-og-Bardur-greinargerð_ESA_og_HLB.pdf845.44 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Berta-og-Bardur-barnabok_ESA_og_HLB.pdf764 kBOpinnBarnabókPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_um_meðferð_lokaverkefna_ESA_og_HLB..pdf331.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF