Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36703
Félags- og tilfinningafærni er undirstaða árangurs og velgengni í lífinu. Hún stuðlar að góðri sjálfsmynd og eykur möguleika einstaklinga á að nýta styrkleika sína. Þeir sem þekkja tilfinningar sínar hafa frekar stjórn á þeim og sýna síður andfélagslega hegðun. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvernig hægt er að þjálfa félags- og tilfinningafærni í lífsleikni hjá börnum á yngsta stigi í grunnskóla. Ýmsar aðferðir eru notaðar við slíka þjálfun og er barnæskan mikilvægasti mótunartíminn. Skólinn gegnir stóru hlutverki þar sem hægt er að ná til allra barna og þjálfa þá færni sem nauðsynlegt er að tileinka sér. Nemendur búa yfir mismunandi félags- og tilfinningafærni við upphaf skólagöngu. Helstu áhrifaþættir eru tengsl foreldra og barna, uppeldisaðferðir, þroskaraskanir og annar félags- eða tilfinningavandi. Fjallað verður um þörf fyrir markvissa kennslu í félags- og tilfinningafærni og ástæðuna fyrir mikilvægi hennar. Félags- og tilfinningafærni er hluti af lífsleikni í núgildandi aðalnámskrá grunnskóla. Niðurstöður okkar benda til þess að allir nemendur þurfi að fá markvissa kennslu til að styrkja hæfni sína í samskiptum, læra að setja sig í spor annarra, þekkja eigin tilfinningar og annarra. Allra mest þeir sem standa höllum fæti. Til þess að svo megi vera þarf lífsleikni með áherslu á félags- og tilfinningafærni að fá meira vægi í skólastarfi og njóta sömu virðingar og aðrar námsgreinar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rafræn yfirlýsing-Til eru fræ.pdf | 231,02 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Þjálfun í félags- og tilfinningafærni barna á yngsta stigi grunnskóla„Til eru fræ“ .pdf | 639,14 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |