Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36704
Samkvæmt lögum um grunnskóla frá árinu 2008 eiga allir nemendur rétt á tækifæri til að njóta styrkleika sinna og fá aðstoð við að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Undanfarna áratugi hafa rannsóknir á sýn nemenda á nám og áhrifum hugarfars á nám þeirra farið vaxandi. Einn af helstu rannsakendum á því sviði er sálfræðiprófessorinn Carol Dweck. Árið 2006 gaf hún út bókina Mindset: The new psychology of success þar sem hún setur fram kenningar um hugarfar sem hún telur skiptast í tvo meginflokka; hugarfar vaxtar (growth mindset) og fastmótað hugarfar (fixed mindset). Það er til mikils að vinna fyrir skólasamfélagið að nemendur og kennarar kynnist hugmyndafræði hugarfars vaxtar því rannsóknir sýna að nemendur sem hafa fengið kynningu á hugmyndafræðinni séu líklegri en aðrir til að nýta hæfileika sína og krafta til aukinnar menntunar og finnast skólinn góður staður til að vera á. Það er trú mín að ef kennarar þróa með sér hugarfar vaxtar og kynni nemendum sínum á hverju hugmyndirnar byggja geti þeir þróað öflugt námsumhverfi í skólum sínum.
Í þessari starfendarannsókn leitast ég við að nýta mér hugmyndafræði Carol Dweck um hugarfar í skólastarfi með það að markmiði að skoða hvernig kennari geti eflt fagmennsku sína með hjálp hugmyndafræðinnar og með kennslu um hugarfar vaxtar aðstoðað nemendur við að efla hugarfar sitt til að auka sjálfstæði og ábyrgð í námi. Meðan á rannsókninni stóð safnaði ég ýmsum gögnum frá mér sjálfri, nemendum mínum og teymisfélögum. Þessi gögn voru í formi rannsóknardagbókar, könnunar, nemendaverkefna og umræðna við nemendur og teymisfélaga. Það sem kom mér mest á óvart í rannsókninni sjálfri var óöryggi annars mjög öruggs kennara sem ég taldi mig vera ásamt því hversu fastmótað hugarfar mitt reyndist vera. Þegar leið á rannsóknina breyttist það þó hægt og rólega og fór að bera á vaxandi hugarfari hjá mér. Nemendur mínir fóru að taka ábyrgð á námi sínu og bekkjar-andinn breyttist til hins betra. Að festa nýjungar í sessi tekur tíma og vinnan með hugarfar vaxtar þarf að halda áfram til að hún nýtist mér og nemendum mínum sem best. Rannsóknarferlið sýndi mér að hver er sinnar gæfu smiður þó stundum þurfi að rétta hamarinn og negla ótal nagla áður en árangur næst.
According to the 2008 Elementary Education Act, all students have the same opportunity to use one’s abilities to the full and to receive support in developing positive self-image. Studies on students’ reflection on their studies have increased over the past decades. One of the main researchers in this area is Carol Dweck, Professor of Psychology. In 2006 she published the book Mindset: The new psychology of success where she presents her theories concerning the impact of mindsets, by dividing them in two main categories: growth mindset and fixed mindset. It would be of great benefit for the entire school community if teachers would familiarise themselves with the growth mindset ideology because research shows that students that have been introduced to the ideology are likelier than others to use their talents and strengths for further education and to experience school in a positive way. In my view, teachers that have themselves applied a growth mindset ideology and introduced it to their students are able to develop an empowering study environment in their schools.
In this action research, my aim is to apply Carol Deweck’s growth mindset ideology in education and to explore how teachers can reinforce their professionalism with its help and empower their students to become more independent and responsible in their studies. During my research I gathered various data from my own professional experience as a teacher, from my students and colleagues. This includes a research diary, surveys, students’ assignments and discussions with both students and colleagues. What surprised me the most was discovering my own lack of confidence, which I had not noticed before, and how my mindset was characterised by the fixed mindset ideology. However, as I carried out the research my mindset shifted little by little and it became more aligned with the growth mindset ideology. My students started becoming more responsible when carrying out their studies and the classroom climate became more positive. It takes time to establish new work methods and the growth mindset ideology, needs to be continuously applied to become effective. The research process showed me that you are the creator of your own success, though sometimes you need the right toolset and be persistent before seeing the results.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing Erla Rán Kjartansdóttir.pdf | 59,24 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lokaskjal Erla Rán kjartansdóttir.pdf | 3,19 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |