is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36706

Titill: 
  • Áhrif lesblindu á nám, líðan, náms- og starfsval : reynsla nokkurra viðmælenda rakin
  • Titill er á ensku Impact of dyslexia on learning, well-being, study and career choices : the experience of several interviewees traced
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif lesblindu á líðan, náms- og starfsval 6 einstaklinga sem fæddir eru á árunum 1987-2006. Einnig var skoðað hvort viðmælendur telji sig hafa fengið nægilega mikla og góða aðstoð vegna lesblindunnar og hvað hefði mátt gera betur. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og voru tekin viðtöl við þrjá unglinga, tvo í grunnskóla og einn á fyrsta ári í framhaldsskóla, og þrjá fullorðna einstaklinga sem greindir eru með lesblindu. Helstu áherslur sem komu fram í viðtölunum voru flokkaðar í sex þemu. Fyrst var reynslan af því að vera með lesblindu og áhrif hennar á nám og líðan. Svo voru það þemun stuðningur í skóla, skortur á stuðningi í skóla, aðstoð utan skóla og val á framhaldsnámi og starfi. Helstu niðurstöður sýndu að lesblindan hefur haft nokkuð mikil áhrif á námsárangur og skólagöngu viðmælenda og einnig á þeirra líðan. Flestir viðmælendur töldu sig ekki hafa fengið nægilega góða námsaðstoð á skólagöngu sinni. Þeir hefðu viljað fá meiri stuðning og að meira tillit hefði verið tekið til þeirra. Allir viðmælendur töldu sig hafa fengið ágætan stuðning heima fyrir. Misjafnt var hvort viðmælendur teldu að lesblindan myndi hafa áhrif eða hefði haft áhrif á náms- og starfsval þeirra. Þegar áhugasvið þeirra yngri var skoðað og náms- og starfsval þeirra eldri kom þó í ljós að líklega hefur lesblindan haft einhver áhrif á val þeirra og áhugasvið, þar sem ekkert þeirra stefnir á að velja eða hefur valið að fara í nám sem krefst mikils lesturs enn sem komið er.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the study was to examine the effects of dyslexia on the well-being, study and work choices of 6 individuals born in the years 1987-2006. It was also examined whether the interviewees thought they had received sufficient and good help because of the dyslexia and what could have been done better. A qualitative research method was used and interviews were conducted with three adolescents, two in elementary school and one in first year of high school, and three adults who are diagnosed with dyslexia. The main focus of the interviews was divided into six themes. First was the experience of having dyslexia and its effect on learning and well-being. Then there was the theme of support for school, lack of school support, out-of-school assistance and choice of postgraduate education and work. The main findings showed that dyslexia has had a significant impact on the learning outcomes and educational attainment of the interviewers and also on their well-being. Most of the interviewees felt that they had not received sufficient educational support during their schooling. They would have liked more support and more consideration had been given to them. All interviewees thought that they had received excellent assistance at home. It was questionable whether the interviewees believed that dyslexia would affect or influence their study and career choices. However, when their younger areas of interest were examined and their study and career choices older, it turned out that dyslexia has probably influenced some of their choices or interests, since none of them are planning to choose or have chosen to study something wich requires much reading yet.

Samþykkt: 
  • 30.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36706


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. ritgerð- Erla Signý Sigurðardóttir.pdf904.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing lokaverkefni..pdf169.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF