is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36710

Titill: 
 • Hlutverk og þátttaka foreldra í lestrarnámi ungra barna
 • Titill er á ensku The role and participation of parents in teaching young children how to read
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að skoða hvernig megi auka áhuga foreldra og þátttöku í lestrarnámi ungra barna. Tilgangur verkefnisins var að skoða hvernig lestrarstundum væri háttað heima fyrir með það í huga hvort þær væri ánægjulegar eða erfiðar, ásamt því að fá viðbrögð frá foreldrum við því hvort fjölbreytt lestrartengd verkefni og hvatning frá umsjónarkennara hafi stuðlað að auknum áhuga þeirra á lestrarnámi barna sinna. Viðhorf foreldra til heimalestrar og síns hlutverks voru könnuð sem og hvort foreldrum þætti mikill þrýstingur koma frá skólanum um að heimalestri væri sinnt.
  Rannsóknin byggði á eigindlegri og megindlegri aðferðafræði auk þess sem rannsakandi hélt dagbók á meðan rannsóknin stóð yfir, sem er ein af meginaðferðum starfendarannsókna. Gögnum var safnað frá því í mars 2019 fram í febrúar 2020. Foreldrum 20 barna í 2. bekk í grunnskóla á landsbyggðinni var í byrjun sendur spurningalisti með 17 spurningum sem sneru að lestrarstundum heima. Einnig var spurt um áhuga þeirra á að taka þátt í rannsókninni en rannsakandi kennir börnunum þeirra lestur. Foreldrar 19 barna svöruðu spurningalistunum og 17 gáfu kost á sér í viðtal. Í febrúar 2020 voru tekin þrjú rýnihópaviðtöl þar sem fjórir foreldrar voru í hverju viðtali. Einu sinni í mánuði eða frá apríl 2019 þegar börnin voru í 2. bekk og fram í janúar 2020 þegar þau voru í 3. bekk voru send heim lestrartengd verkefni til að nýta í heimalestri, ásamt leiðbeiningum til foreldra. Verkefnin innihéldu hugmyndir um hvernig hægt væri að auka fjölbreytni í lestrarstundum heima á margvíslegan og skemmtilegan hátt. Einnig voru send verkefni sem snerust um að lesa oftar heima og lengur í hvert sinn. Verkefnin voru send heim með það í huga að virkja foreldra til stuðnings við heimalestur og þar af leiðandi við lestrarþjálfun barna sinna.
  Rannsakandi hélt dagbók á meðan rannsóknin stóð yfir þar sem hann skráði meðal annars vangaveltur sínar um þróun rannsóknarinnar, hugmyndir að nýjum lestrarverkefnum fyrir börn og foreldra, orðsendingar og ábendingar sem bárust frá foreldrum og athugasemdir frá nemendum. Segja má að dagbókin hafi verið hans helsta tæki til að halda utan um rannsóknina og fylgjast með því hvernig áhugi foreldra á að styðja við lestrarnám barna sinna þróaðist.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu meðal annars að foreldrum fannst mikilvægt að heimalestri væri sinnt og að börnin lásu heima að jafnaði fjórum til sex sinnum í viku. Lestrarstundirnar voru mun erfiðari ef bækurnar höfðuðu ekki til barnsins en einnig voru foreldrarnir ánægðir með að börnin hefðu meira val um lestrarbækur. Fram kom að nokkur þrýstingur kæmi frá skólanum um að heimalestri væri sinnt. Athyglisvert var að foreldrar töldu að áminningarpóstar gætu verið stuðandi, en þeir voru sendir heim ef barnið náði ekki viðmiðum sem skólinn setti í sambandi við fjölda skipta í heimalestri. Foreldrar töldu að lestrartengd verkefni væru nauðsynlegur hluti af heimalestri sem gerðu erfiðar lestrarstundir oftar en ekki auðveldari. Verkefnin væru börnunum sömuleiðis mikil hvatning til heimalesturs. Einnig kom skýrt fram að rannsóknin hefði ýtt við foreldrum hvað varðar mikilvægi þeirra í lestrarnámi barna sinna. Þeir virtust verða meðvitaðri um sitt hlutverk og hversu samvinna heimilis og skóla væri mikilvæg í lestrarnámi barna.
  Meginniðurstaða þessarar rannsóknar er að virkt samstarf kennara við foreldra sé árangursrík leið til að efla áhuga foreldra á sínu hlutverki í lestrarnáminu og auka skilning þeirra á mikilvægi lestrarþjálfunar barna sinna.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this research was to study how parents’ interest and participation can be increased when teaching young children how to read. The purpose was to review the reading time at home and if it was pleasant or challenging. Also, to get a reaction from parents on whether diverse reading related assignments and encouragement from the supervisory teacher had contributed to their increased interest in their children’s reading studies. The parents’ attitude towards home reading and their role was analyzed, also if parents experienced pressure from the school regarding whether their children’s home reading was tended to.
  The research was based on qualitative and quantitative research methods in addition to a diary that the researcher kept during the time of the research, which is one of the main research methods of actions research. Data was collected from March 2019 to February 2020. The parents of 20 children in 2nd grade in a primary school in a rural area were sent a questionnaire where they had to answer seventeen questions concerning reading time at home. The questionnaire also contained questions about their interest in participating in the research since the researcher was the teacher who taught their children reading. The parents of nineteen children answered the questionnaire and seventeen parents were willing to come to an interview. In February 2020, three focus group interviews took place with four parents in each group. Once a month from April 2019, when the children were in 2nd grade, until January 2020, when the children were in 3rd grade, they were sent home with reading related assignments including instructions for parents to use along with home reading. The assignments included ideas about how to diversify home reading time in various and fun ways and the assignments also included ways to increase and lengthen home reading time. The assignments were sent home to activate the parents’ support regarding home reading and thus their support to their children’s reading training.
  The researcher kept a diary during the time of the research to, amongst other things, reflect on the development of the research, write down ideas for new reading related assignments for parents and children, record messages and comments the researcher received from parents and observations from students. In a way, the diary was the researcher’s main tool to log the research and keep track of how the interest of parents in supporting their children’s reading studies increased.
  The research findings were amongst other things that parents found it important that their children’s home reading was tended to and that their children read at least four to six times a week. Reading time was much more challenging if the books did not appeal to the child’s interests. Also, parents were happy that the children had more options when choosing their reading material. The research showed that parents felt pressured by the school to tend to home reading. It was also interesting that when a child did not meet the guideline set by the school concerning the number of times a child should read at home, the school contacted the child’s parents via e-mail and many found that irritating. Parents found that reading related assignments were an essential part of home reading which often made challenging home reading sessions easier. The assignments also encouraged the children to do more reading at home. It clearly showed that the research made parents more aware of the importance of their role concerning their children’s reading studies, and also how important school-home cooperation is when they are learning how to read.
  The main findings of this research were that active cooperation between teacher and parents is an effective way to increase the interest of parents in their role and understanding the importance of their role when their children are learning how to read.

Samþykkt: 
 • 30.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36710


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni - Eygló Dögg.pdf3.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf1.22 MBLokaðurYfirlýsingPDF