Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36712
Inngangur: Unglingsárin eru stuttur en mikilvægur mótunartími á lífsleið einstaklinga og því mikilvægt að huga að líkamlegum, andlegum og félagslegum þáttum til að þróa með sér heilbrigðan lífsstíl til frambúðar.
Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða þróun þreks og andlegrar líðanar (þunglyndi, sjálfsálit og líkamsímynd) meðal ungmenna frá 15 til 17 ára og kanna hvort tengsl væru þar á milli. Einnig var skoðað hvort þrek við 15 ára aldur spáði fyrir um betri andlegri líðan við 17 ára aldur.
Efniviður og aðferðir: Notast var við gögn úr rannsókninni „Heilsuhegðun ungra Íslendinga“ sem framkvæmd var árin 2015 og 2017 en þátttakendur voru flestir fæddir árið 1999. Gögn voru notuð frá þátttakendum sem áttu gögn á báðum tímalínum, árin 2015 og 2017. Alls voru 112 þátttakendur, 52 drengir og 60 stúlkur. Þátttakendur svöruðu spurningum um andlega líðan (þunglyndi, sjálfsálit og líkamsímynd) og þrek var mælt með þrepaskiptu hámarksprófi á þrekhjóli. Tölfræðiúrvinnsla var framkvæmd í bæði IMP SPSS statistics 26 og Microsoft Excel. Fyrir lýsandi tölfræði voru meðaltöl, staðalfrávik og viðeigandi t-próf notuð til að skoða kynjamun og þróun þreks og andlegrar líðanar frá 15 til 17 ára. Fylgnipróf, Pearsons r og einföld línuleg aðhvarfsgreining (e. linear regression analysis) voru notuð til að skoða tengsl og sambönd. Marktektarmörk voru sett við p<0,05.
Niðurstöður: Þrek minnkaði marktækt hjá þátttakendum milli 15 og 17 ára en þó meira hjá drengjum (p<0,001) en stúlkum (p=0,013). Drengir og stúlkur mældust með meira sjálfsálit og jákvæðari líkamsímynd frá 15 til 17 ára. Á þessum tveimur árum jókst marktækt þunglyndi drengja um 14,6% (p=0,028) en á sama tíma minnkaði þunglyndi meðal stúlkna um 7% (p=0,292). Fylgni mældist milli þreks og bættrar andlegrar líðanar hjá öllum þátttakendum við 15 ára aldur en við 17 ára aldur voru þessi tengsl einungis milli þreks og þunglyndis og líkamsímyndar. Þrek við 15 ára aldur spáði fyrir um andlega líðan hjá öllum þátttakendum og fyrir þunglyndi hjá drengjum við 17 ára aldur.
Ályktun: Þátttakendur voru með meira sjálfsálit og jákvæðari líkamsímynd við 17 ára aldur þótt þrek þeirra hafi minnkað á tveimur árum. Þrek ungmenna er mikilvægur þáttur heilsu og spáir fyrir um andlega líðan þeirra seinna í lífinu eins og þessar niðurstöður gefa til kynna. Því er mikilvægt að standa vörð um líkamlega og andlega heilsu ungmenna þar sem gott þrek hefur sterk tengsl við andlega líðan.
Background: Adolescence is a short, but nevertheless an important part in individual development, it is therefore important to be mindful of the physical, mental and social parts of oneself, to create and maintain a healthy lifestyle for the future.
Objective: The aim of this study was to examine the development of physical fitness and mental health (depression, self-esteem and body image) among adolescents from the age 15 to 17 years old, and observe if there were any associations between the variables, as well as observing if physical fitness among 15 years old individuals predicted better mental health at 17 years of age.
Methods: This study is based on, and will rely on data from the research Health Behavior of Icelandic Adolescents (Heilsuhegðun ungra Íslendinga) which was conducted in 2015 and 2017. The majority of the participants were born in the year 1999. This research relies on data from both timelines. Overall participation was 112 participants, 52 boys and 60 girls. The participants answered questions about mental health (depression, self-esteem and body image) and their physical fitness was measured with cycle ergometer fitness test on a testing bike. The process of statistical data was implemented in IMP SPSS statistics 26 and Microsoft Excel. For descriptive statistics, this research applied to average, standard deviation and relevant t-test to observe gender difference and development of physical fitness and mental health from the age 15 to 17 years old. Pearsons r correlation and simple linear regression analysis was used to observe associations between variables. Level of significance was set as p<0,05.
Results: Physical fitness diminished significantly among participants between 15 and 17 years old and the reduction was higher among boys (p<0,001) than girls (p=0,013). The measurement of self-esteem and body image was positive with both boy and girl participants. However, depression increased significantly about 14,6% during two years with boys (p=0,028) but decreased 7% with girls (p=0,292). There was an correlation between physical fitness and mental health with every participant when they were 15 years old, however, when they turned 17 years old, the correlation was only between physical fitness, depression and body image. Physical fitness at 15 years old predicted mental health with every participant when they were 17 years old and predicted depression within boys when they turned 17 years old.
Conclusion: The results indicate that physical fitness decreases in individuals between the age of 15 and 17. However, self-esteem and body image increased in participants overall. Physical fitness is an important factor for adolescent population when it comes to their health as it predicts mental health. Young adults need to take care of their physical and mental health and maintain their physical fitness in order to maintain a good and healthy lifestyle in the future.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
FranziskaJóneyPálsdóttir_Meistararitgerð.pdf | 652 kB | Lokaður til...01.06.2040 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing_Skemman_FranziskaJóneyPálsdóttir.pdf | 292.06 kB | Lokaður | Yfirlýsing |
Athugsemd: Höfundur vill hafa lokaverkefnið lokað tímabundið vegna viðkvæms málefnis.