is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36713

Titill: 
 • „Þetta faglega er á bak við okkur leikskólakennarana og við stöndum nátturulega og föllum með því" : fagmennska, samstarf við leiðbeinendur og virðing í garð leikskólakennara
 • Titill er á ensku „The professionalism is behind us, the preschool teachers and we stand by it” : professionalism, collaboration with assistants and respect for the profession
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á það hvað breyttist hjá sjö starfandi leikskólakennurum frá því að vera leiðbeinandi í leikskóla og yfir í að verða leikskólakennari. Athugað var hvernig viðhorf viðmælenda til eigin fagmennsku, meðal annars sýn þeirra á barnæsku og nám ungra barna breyttist eftir að þeir luku námi í leikskólakennarafræðum. Þar að auki var athugað hvað viðmælendur telja almennt einkenna fagmennsku leikskólakennara. Þá var einnig kannað hvernig þeim gengur að deila fagþekkingu sinni með öðru starfsfólki og hvort og hvernig þeir upplifa að virðing sé borin fyrir þeirri fagþekkingu.
  Fræðilegur bakgrunnur rannsóknar byggir á fagmennsku leikskólakennara, fyrri rannsóknum á viðhorfi leikskólakennara til eigin fagmennsku, sýn leiðbeinenda og leikskólakennara á barnæsku og nám ungra barna, samstarf leikskólakennara og leiðbeinenda og virðing samfélagsins í garð stéttarinnar.
  Í rannsókninni var notuð eigindleg rannsóknaraðferð þar sem um tilvikssnið var að ræða. Gögnum var safnað með því að taka hálfstöðluð einstaklingsviðtöl við sjö leikskólakennara sem höfðu starfað sem leiðbeinendur áður en þeir hófu nám í leikskólakennarafræðum. Leitast var við að fá viðmælendur sem höfðu starfað sem leiðbeinendur í að minnsta kosti tvö ár áður en þeir hófu nám og höfðu starfað sem leikskólakennarar í að minnsta kosti þrjú ár.
  Helstu niðurstöður sýna að leikskólakennararnir merktu miklar breytingar á viðhorfi til eigin fagmennsku auk þess sem sýn þeirra á barnæsku og nám ungra barna breyttist við það að stunda nám í leikskólakennarafræðum. Þá kom einnig fram að leikskólakennararnir skilgreindu fagmennsku sína að stórum hluta út frá viðhorfi þeirra til barnanna. Þeir lögðu höfuðáherslu á að mæta börnunum þar sem þau væru stödd í þroska, hæfni og færni auk þess að virða sjónarhorn þeirra og leyfa áhugahvöt barnanna að ráða för. Þá kom fram að fagleg samræða við aðra leikskólakennara væri mjög mikilvæg til að efla fagmennsku og að grundvallarmunur væri á sýn leiðbeinenda og leikskólakennara þegar kemur að barnæsku og námi ungra barna. Viðmælendur töldu mikilvægt að veita leiðbeinendum tækifæri til að láta ljós sitt skína í starfi og að þannig væri hægt að stuðla að enn faglegra starfi og hvetja leiðbeinendur til að sækja sér menntun í leikskólakennarafræðum. Í samstarfi við leiðbeinendur lögðu leikskólakennararnir höfuðáherslu á að vera fagleg fyrirmynd, sýna traust og góða leiðsögn. Leikskólakennararnir merktu almennt að virðing var borin fyrir fagmenntun þeirra innan leikskólans en þegar spurt var um virðingu í samfélaginu voru svörin misjöfn, allt frá því að upplifa að mikil virðing væri borin fyrir fagþekkingu þeirra yfir í nánast enga. Þá kom einnig fram í svörum viðmælenda að þeir teldu það að stórum hluta undir leikskólakennurum sjálfum komið að upphefja starfið og koma mikilvægi fagþekkingar sinnar á framfæri.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á mikilvægi þess að upplýsa utanaðkomandi aðila í auknum mæli um mikilvægi fagþekkingar leikskólakennara. Sú staðreynd að fjölga þurfi leikskólakennurum kemur nokkuð skýrt fram þar sem fagleg samræða er nauðsynleg og má því áætla að þegar leikskólakennarar eru of fáir sé erfiðara að efla fagmennsku þeirra og stuðla að betra námsumhverfi fyrir börnin.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this research is to shed light on what changes from being an assistant to becoming a preschool teacher. How participants experienced their own professionalism and their view on early childhood and education of the youngest children after their studies was explored. In addition, what participants considered was a general characteristic of preschool teacher’s professionalism. How they manage to share their professional knowledge with other staff members and if, and how much respect they experience was explored.
  The theoretical background of the thesis is based on professionalism, former research of how preschool teacher’s view professionalism, assistant and preschool teacher’s ideas of childhood and early childhood education. Collaboration between assistants and early childhood educators and finally respect for the profession in the community.
  In the thesis, qualitative method was used and it is a case study. Data was collected by taking open-ended interviews with seven preschool teachers who all worked as assistants for a couple of years before they started studying early childhood education. The participants had worked for at least two years before they started studying and had worked as preschool teachers for at least three years.
  The main findings suggest that the preschool teachers found significant changes in their professionalism and how they viewed childhood and early childhood education after they had gotten their degree in early childhood studies. The participants defined their professionalism mostly out of their view of the children. Their focus was on meeting the needs of children, respecting their views and letting the children’s interest lead the way in their education. In addition, the participants said that professional dialogue was very important to maintain professionalism and that there was a lot of difference in how assistants and preschool teachers view the childhood and education for the youngest children. It was considered important to let assistants have something to say about the work that is done in the preschool and by doing so it’s possible to promote even more professional work and encourage the assistants to get a degree in early childhood studies. In collaboration with the assistants, the preschool teacher’s main emphasis was being a good role model, trust and guidance. The preschool teachers did experience respect within the preschool but when they talked about respect in the community, they answered differently, from experiencing a lot of respect for their professional knowledge and to experiencing almost none. According to the participants it is mostly up to the preschool teacher’s
  8
  themselves to educate others about their profession and the importance of early childhood education.
  The findings suggest that it is important to share the importance of professional knowledge with preschool teachers. It is clear that there is a significant need to have more preschool teachers because of the importance of professional dialogue to enhance professionalism. It is safe to assume that when there is a shortage of preschool teachers it is more difficult for them to enhance their professionalism and create a better learning environment for the children.

Samþykkt: 
 • 30.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36713


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.ed verkefni Freyja Dan lokaskjal.pdf692.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf64.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF