is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36714

Titill: 
  • Hvernig þroskaþjálfar aðstoða einstaklinga á grunnskólaaldri með ADHD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um þá aðstoð sem þroskaþjálfar í grunnskólum geta veitt nemendum á grunnskólaaldri með ADHD. Farið verður í skilgreininguna á ADHD og undirflokka þess. Einnig verður farið í hugmyndafræðina skóla án aðgreiningar og þau verkfæri sem þroskaþjálfar geta stuðst við til þess að aðstoða einstaklinga með ADHD að fullnýta sína vitsmuni í námi. Skoðuð verða þau lög, reglugerðir og samningar sem þroskaþjálfar starfa eftir. Þessir þættir eru síðan dregnir saman og sagt frá mismunandi aðstæðum þar sem þroskaþjálfar geta komið til aðstoðar þeim nemendum sem á því þurfa að halda. Margir einstaklingar með ADHD upplifa námsörðugleika, skerta getu til að halda athygli ásamt því að hafa mikla hreyfiþörf. Það er einstaklingsbundið og dagaskipt hvernig einkenni hvers og eins koma fram og því er mikilvægt fyrir þroskaþjálfa að þekkja til nokkurra verkfæra sem þeir geta gripið til þegar þeir þurfa að aðstoða þessa einstaklinga í skólakerfinu. Þeir geta til að mynda notast við einstaklingsnámsskrá, „TEACCH“, félagsfærnisögur og „ART“.

Samþykkt: 
  • 30.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36714


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvernig þroskaþjálfar aðstoða einstaklinga á grunnskólaaldri með ADHD - Freyja Rut Magnúsdóttir.pdf395.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.jpg66.42 kBLokaðurYfirlýsingJPG