Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36716
Allt nám þarf að vera skipulagt með það í huga að sem flestir nemendur nái settum hæfniviðmiðum og er markmið höfundar með þessari leikjahandbók að búa til verkfæri fyrir íþróttakennara til að auðvelda börnum á yngsta stigi grunnskóla að ná hæfniviðmiðum í íþróttum. Um er að ræða námsefni sem samanstendur af leikjahandbók og greinargerð.
Í greinargerðinni er fjallað um hvernig fjölbreytt hreyfinám getur stuðlað að aukinni hreyfifærni barna og hvernig aukin hreyfing getur haft jákvæð áhrif á alhliða þroska. Markmiðið með leikjahandbókinni er að safna saman ýmsum útfærslum hagnýtra leikja og tengja þá við hæfniviðmið í aðalnámskrá grunnskóla fyrir nemendur á yngsta stigi eða 1.–4. bekk. Með hverjum leik fylgir skýringarmynd og hlekkur í formi „QR-kóða“ sem hægt er að skanna til að sjá framkvæmd leiksins á stafrænu formi. Innblásturinn að gerð þessarar handbókar fékk höfundur úr starfi sínu og hugmyndavinnu sem leiðbeinandi í íþróttakennslu og margra ára starfi sem þjálfari ungra aldurshópa. Jákvæð upplifun af íþróttastarfi fékk hann til að rýna betur í fræðin á bak við mikilvægi hreyfingar og hvers vegna mikilvægt er að hefja fjölbreytta hreyfingu snemma.
Education should be organized with the purpose that as many students as possible can achieve set learning outcomes. The author’s goal is to create a tool for P.E. teachers to help children at the youngest level of compulsory school to achieve set learning outcomes in physical education. This thesis consists of a handbook and a report. The purpose of the thesis is to explain how diverse motor learning can contribute to increased children’s motor skills and how increased physical activity can have a positive impact on physical development. The aim of the handbook is to compile various versions of practical games and link them to the learning outcomes in the national curriculum for compulsory school pupils at the youngest level, or grades 1-4. Every game includes a diagram and a link in the form of a “QR code“ that can be scanned to see the game in digital form. The book is based on the author’s experience working as a physical education instructor and as a youth coach for many years. A positive experience of physical education at a young age inspired him to take a closer look at the science behind the importance of physical activity and why it is important to start a varied physical activity at an early age.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
M.Ed. lokaritgerð-Friðbjörn Bragi.pdf | 433,11 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Skemman-yfirlýsing-lokaverkefni.pdf | 76,64 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lengi býr að fyrstu gerð- leikjahandbók.pdf | 2,89 MB | Opinn | Leikjahandbók | Skoða/Opna |