is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36718

Titill: 
  • Lýðræði og Foreldrasamstarf : nálgun og leiðir til að uppfylla kröfur í aðalnámskrá leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lögð er áhersla á þátttöku foreldra í lögum um leikskóla (Lög um leikskóla nr. 90/2008). Einnig er fjallað um foreldrasamstarf í aðalnámskrá leikskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011, bls. 48-49). Foreldrasamstarf byggir á trausti og virðingu milli kennara og foreldra. Miðlun upplýsinga milli heimilis og skóla er farsæl ef hagsmunaaðilar viðurkenna þekkingu hvers annars. Fræðiþekkingu kennara annars vegar og hins vegar þekkingu foreldra á börnum sínum. Með upplýsingamiðlun geta kennarar og foreldrar dregið úr líkum á tvöfaldri félagsmótun (e. dual socialisation) sem felur í sér að aðstæður og væntingar til barna í skólum og á heimilum séu svo ólíkar að börn verði að læra inn á tvö ólík félagskerfi (McLachlan, Fleer og Edwards, 2013, bls. 63).
    Einn af grunnþáttum menntunar er lýðræði og mannréttindi (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011, bls. 19). Lýðræðismenntun byggir á lýðræðissamfélögum innan leikskóla þar sem starfsfólk, foreldrar og börn tjá skoðanir sínar. Samvinna og samræður þar sem virðing er borin fyrir skoðunum og mannréttindum einstaklinga er grunnur lýðræðislegra starfshátta í leikskóla. Lýðræðislegt foreldrasamstarf gerir starf leikskólans aðgengilegt foreldrum svo sem við upphaf leikskólagöngu í aðlögun eða með því að samræður og samstarf skipi veigameiri þátt í mati á námi barna (Kristbjörg Heiðrún Harðardóttir, 2017, Kristín Dýrfjörð, 2009). Með því að hlusta eftir og sýna skoðunum foreldra virðingu, eiga í samræðum og ýta undir upplýsingaflæði ná kennarar að uppfylla kröfur um lýðræðislegt foreldrasamstarf.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36718


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.pdf173.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lýðræði og foreldrasamstarf - Nálgun o g leiðir til að uppfylla kröfur í aðalnámskrá leikskóla.pdf448.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna