is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36721

Titill: 
  • Spjaldtölvur á yngsta stigi grunnskóla : starfendarannsókn
  • Titill er á ensku Teaching with tablets in early primary education : action research
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í mörgum grunnskólum, meðal annars þeim sem ég starfa í, er unnið markvisst að því að auka notkun upplýsingatækni í kennslu. Það er viss áskorun fyrir bæði nýja og reynda kennara að tileinka sér notkun tækni í kennslu.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða, breyta og bæta eigið starf við kennslu á yngsta stigi í grunnskóla með notkun spjaldtölva að leiðarljósi. Markmiðið var að styrkja og efla sjálfa mig í starfi og þróa eigin starfskenningu. Starfendarannsókn var unnin frá janúar 2019 til apríl 2020 með 43 nemendum í 1.bekk og tveimur samstarfskonum. Rannsóknargögn voru rannsóknardagbók, samræður og verkefni sem lögð voru fyrir nemendur. Rannsóknardagbókin var í aðalhlutverki og í hana skráði ég hugmyndir, vangaveltur, spurningar og þær breytingar sem ég gerði á starfinu. Einnig skráði ég í hana samræður við samstarfsfólk og það sem fram kom um hugmyndir þeirra um nám og kennslu með spjaldtölvum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ég notfærði mér ýmsar bjargir til starfsþróunar sem nýttust mér vel í starfi. Ég lærði að tileinka mér þau vinnubrögð, við undirbúning kennslu, að leita að smáforritum sem styðja nemendur við að ná þeim hæfniviðmiðum sem stefnt er að í verkefnum sem ég lagði fyrir nemendur. Því meira sem ég notaði spjaldtölvu við undirbúning kennslu og í kennslu því öruggari og viljugri var ég að nota hana. Með tímanum jókst trú mín á eigin getu og var ég farin að leysa sjálf ýmis tæknileg vandamál og aðstoða samkennara mína við notkun spjaldtölva. Niðurstöður sýna einnig að upplifun nemenda af kennslu með spjaldtölvum var góð og að þeir sýndu almennt mikinn áhuga á verkefnum sem lögð voru fyrir þá.
    Að mínu mati er ávinningur bæði fyrir kennara og nemendur að nota spjaldtölvur í kennslu sem skilar sér í aukinni gleði og leikni nemenda. Ætla má að aðrir geti nýtt sér niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að öðlast góða þekkingu og hæfni í notkun spjaldtölva í kennslu á yngsta stigi.

  • Útdráttur er á ensku

    Many primary schools, including the one I work for, are constantly developing the use of information technology in their education. It is challenging for both new and experienced teachers to develop their skills in using information technology.
    The purpose of the study was to examine, change and improve own work in information technology by using tablet computers when teaching in early primary education. My goal was to strengthen my skills as a teacher and develop my own work theory. The research was an action research and was conducted in January 2019 - May 2020 with 43 students in first grade and two collaborative teachers. Research data were a research journal, discussions and projects submitted to students. The research journal was the main data and source where I recorded ideas, speculations, questions and the changes I made in my work. It also included conversation with colleagues and their opinions on learning and teaching with tablet computers.
    The main conclusions of the study are that I took advantage of a variety of resources for professional development that were useful to me in my work. I learned to dedicate certain working methods when preparing lessons, I started to search for any apps that I could use in teaching and were also suitable for achieving the learning goals and objectives of the project. The more I used tablet computers when preparing lessons, and in lessons, the more confident and eager I was to use them. Over time my self-efficacy grew, and I began to resolve various technical problems I was facing as well as assisting my colleagues when they had problems with the tablet computers. The results also show that students' experience when using tablet computers in their learning was good and they generally showed great interest in the projects that were submitted to them.
    In my opinion, both teachers and students benefit from using tablet computers in school, which results in giving students joy and skills. My results may be help of other educators wishing to gain good knowledge and skills when using tablet computers in early primary education.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36721


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðbjörg Sigurðardóttir.pdf1,1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_ Guðbjörg Sigurðard.pdf190,35 kBLokaðurYfirlýsingPDF