is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36722

Titill: 
  • Sveinspróf í iðnmenntakerfinu : bleiki fíllinn í stofunni
  • Titill er á ensku Journeymen´s exams in vocational education : the pink elephant in the living room
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni eru sveinspróf skoðuð bæði út frá stöðu þeirra sem samfélagsleg viðurkenning á hæfni fagmanns og sem lokamat á námi í iðngrein. Nám til iðnsveins er stundað í tvískiptu kerfi löggiltra iðngreina, annars vegar í skóla og hins vegar á vinnustað. Sveinsprófin eru próf atvinnulífsins og tekin eftir að námi í skóla lýkur með burtfararprófi og vinnustaðahluta námsins er lokið. Sveinspróf í iðngrein er álitið gott veganesti fyrir þann sem það hefur þar sem það veitir lögvernduð réttindi til að starfa sjálfstætt við iðngrein og er talið mælikvarði á kunnáttu fagmanns í greininni. Markmið rannsóknarinnar er að skoða viðhorf þeirra sem starfa innan iðnmenntakerfisins, sveina, kennara og meistara til hlutverks og framkvæmdar sveinsprófa. Til að leita svara var unnið úr viðtalsgögnum við kennara, meistara og sveina í fjórum ólíkum iðngreinum. Í fræðilega kaflanum er einnig fjallað um lög og reglugerðir er varða sveinspróf og iðnmenntun. Rannsóknin er viðtalsrannsókn og benda niðurstöður til þess að innihaldsréttmæti sveinsprófa sé ábótavant og að ekki sé verið að meta það sem kennt er í náminu í heild, það er í skóla og á vinnustað. Viðmælendur höfðu ekki allir sömu sýn á það hvort að sveinsprófið væri í takt við kröfur fagsins og þess sem kennt væri á vinnustöðum, en flestir voru sammála um að svo væri ekki. Niðurstöður sýna að lagaumhverfi sveinsprófa er flókið og þarfnast endurskoðunar og lagfæringar. Ekki er nægilegt að setja lög og reglugerðir ef engin eru viðurlög ef ekki er farið eftir þeim. Nám til iðnsveins í tvískiptu kerfi löggiltra iðngreina er ekki heildstætt. Gæði náms á vinnustað er ekki markvisst og þarf því að lagfæra fyrirkomulagið til þess að tryggja að sveinsprófin mæli þá þekkingu, hæfni og leikni sem iðnneminn á að hafa fengið í vinnustaðhluta námsins.

  • Útdráttur er á ensku

    This study examines journeyman´s exams in their capacity as a social recognition of professional skill and final assessment of trade studies. Studies for journeyman´s exams are carried out in a dual system of certified trade, at school and workplace. The journeyman´s exams are undertaken as professional exams after graduation from school and completion of the workplace part of the studies. A journeyman´s licence is considered an asset for its holder, a good measurement of professional skill, as well as providing legal certification to work independently in a trade. This research aims at examining how those who work within the vocational education system, journeymen, teachers and master craftsmen, view the execution and role of the journeyman´s exams. In search of answers, we used material from interviews with teachers, master craftsmen and journeymen in four different trades. The theoretical chapter addresses the legal frame, laws and regulations, concerning journeyman´s exams and vocational training. The study is a qualitative interview study. Research findings suggest insufficient content validity of journeyman´s exams, that what is being taught in the program as a whole, i.e. in school and workplace, is not being evaluated. Though not unanimous, most interviewees agreed the journeymen’s exams were not in accordance with the trade and workplace experience. The findings show that the legal framework of journeyman’s exams is complicated, needing revision and improvement. Studies for journeymen in a double system of certified trade is not comprehensive. The quality of workplace training is not systematic and therefore the arrangement needs improvement to ensure that the journeymen´s exams measure the knowledge, competence and skill a journeyman is expected to acquire in the workplace part of the education.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36722


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing Skemman GG..jpg313.33 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Sveinspróf í iðnmenntakerfinu_GG..pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna