Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36725
Markmið rannsóknarinnar var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver eru áhrif af spjaldtölvunotkun á kennslu í textílmennt í grunnskóla og hvaða ógnanir eða tækifæri fylgja henni? Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem gagnaöflun fólst í leit að fræðilegum heimildum og hálfopnum viðtölum við textílkennara úr ákveðnu sveitarfélagi. Sveitarfélagið var valið vegna þeirrar þekkingar og reynslu sem þar hefur skapast við innleiðingarferli á notkun spjaldtölva í grunnskólum. Viðmælendur voru fulltrúar frá 78% af grunnskólum sveitarfélagsins. Kennsla í textílmennt hefur tekið miklum breytingum þau tæplega 100 ár sem hún hefur verið formlega kennd á Íslandi. Notkun spjaldtölva er nýjasta viðbótin í kennsluháttum og er því ennþá í tilrauna- og innleiðingarferli. Meirihluti viðmælenda er jákvæður gagnvart árangri innleiðingarinnar og tilbúinn til að halda verkefninu áfram, en einnig heyrast neikvæðar raddir. Þau tækifæri sem viðmælendur sjá skapast með innleiðingunni eru fleiri og veigameiri en vandamálin. Dæmi um slík tækifæri eru að nota veraldarvefinn fyrir upplýsinga- og hugmyndaöflun, bæta bekkjarstjórnun með tónlist og rafrænum umbunum, skila verkefnum og fást við námsmat á veraldarvefnum, nýta kennslumyndbönd til stuðnings kennslu og fjöldann allan af smáforritum til að auðvelda vinnu við hönnun og vinnslu verkefna. Áhugi nemenda virðist aukast og þeir líta á innleiðinguna sem nútímavæðingu á faginu. Helstu vandamál eða ógnanir snúa að bekkjarstjórnun, agamálum og skorti á rafrænu kennsluefni. Spjaldtölvuinnleiðingin er ennþá stutt á veg komin í kennslu í textílmennt. Meiri þekking og reynsla mun þar væntanlega hjálpa til, eins og aukið val á góðum smáforritum og kennsluefni og aukin samvinna um slíkt hjá kennurum. Rannsóknin gefur innsýn inn í spjaldtölvuvæðingu í verklegri kennslugrein og ætti þannig að nýtast textílkennurum sem og öðrum list- og verkgreinakennurum. Rannsóknin er einnig hvatning fyrir fyrrnefnda aðila í samvinnu við starfsfólk sveitarfélaga og aðila í útgáfu og menntamálum, að vinna að úrbótum varðandi fræðslu í gerð kennsluefnis og útgáfu sem hentar til notkunar í spjaldtölvum. Það væri einmitt verðugt rannsóknarefni fyrir einhvern að skoða hvernig best væri staðið að gerð rafræns kennsluefnis sem nýtist starfandi textílkennurum.
The objective of this research project was to answer the following research question: What are the effects of using tablet computers to support teaching in an elementary textile course, and which opportunities or threats does it generate? This qualitative research was conducted through research of academic papers and through semi-structured interviews with textile teachers in a selected community in Iceland. The chosen community was selected due to the knowledge and experience accumulated there through implementation projects of tablet computers into elementary school teaching. The research reached and covered 78% of the communities’ elementary schools. Textile teaching methods in Iceland have developed extensively during the past 100 years and the use of tablet computers is the newest addition. The method and the project are still in implementation and experimental phase. Majority of the research respondents are positive regarding the current result and effect of the tablet implementation and ready to continue, however there are also negative experiences. The opportunities offered are valued greater than the threats experienced. Examples of opportunities would include exploring the internet for information and ideas, improved classroom management through music and usage rewards, online turn-in and evaluation of student projects, usage of educational and step-for-step guideline videos as well as multiple tablet software applications to simplify both teaching and design work in relation to student projects. Students perceive the introduction of tablets into textile teaching as modernisation of the subject and their general interest seems to increase. The main threats that have been faced are related to classroom management, discipline issues and lack of digital teaching material. This tablet implementation project into textile learning is still young and experimental, and it’s expected that knowledge, experience and teacher’s cooperation will grow and help the project. Growth is also expected regarding selection of applications and digital teaching material. This research project explores tablet usage in practical teaching environment and provides useful insights for textile teachers as well as teachers of other art related subjects. It should also provide insights for development of new digital teaching material, as well as incentive for teachers and educational management to generate new digital teaching material, suitable for the usage of tablets in practical teaching. It is suggested that a new research should be conducted on best practise methods for generation of new digital teaching material for textile teaching.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðlaug Helga-lokahandrit 25-5 2020.pdf | 949,87 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_gudlaughelga_25.05.20.pdf | 185,07 kB | Lokaður | Yfirlýsing |