is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36728

Titill: 
 • „Þú þarft ekkert að vera héri, vertu skjaldbaka“ : starfendarannsókn kennaranemans í leit að faglegri starfskenningu
 • Titill er á ensku „You don’t have to be a hare, be a turtle“ : action research of a student teacher that seeks it´s professional working theory
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fagleg starfskenning skiptir máli fyrir kennara til þess að þeir starfi samkvæmt gildum sínum. Þegar ég byrjaði að kenna, fyrir tveimur árum síðan, fann ég fljótt að það sem einkenndi hugmyndir mínar um góðan kennara var að geta unnið með alla flóruna af nemendum. En hvernig gæti ég tileinkað mér það? Tilgangur rannsóknarinnar var að finna gildin mín og hvernig þessi gildi hafa áhrif á starfshætti mína. Markmiðið var að skoða hvað hamlaði, og hvað studdi mig, í að vera sá kennari sem ég vil vera. Rannsóknarspurningin sem leiddi rannsóknina var: Hvernig birtast gildin mín í starfi mínu sem kennari og hvernig hefur margbreytilegur nemendahópur áhrif á þróun starfskenningar minnar? Rannsóknin er starfendarannsókn sem stóð yfir frá 2018-2020. Hún er unnin gagngert til þess að ég geti bætt mig í starfi. Gögnum var safnað í gegnum dagbókarskrif og samanstóðu einnig af myndum sem ég tók af umsögnum til nemenda, samtölum við rannsóknarvin, foreldraviðtölum og MÚS-miðum (miði úr skólastofu).
  Við úrvinnslu gagna komst ég að því hvað líðan nemenda í skólanum skiptir mig miklu máli. Að þau sjái sig sem einstaklinga sem geta og að þeirra rödd skipti máli. Ef nemendur fá frjálsar hendur í tjáningu á verkefnum til að mynda, er auðveldara að koma auga á styrkleika þeirra. Ég áttaði mig á því að aðferðir eins og leiðsagnarmat/nám eru gjöfular til að vinna að uppbyggingu í fjölbreyttum nemendahópi og að námsmat getur verið menntandi. Einnig sá ég hve mikilvægt er að vita hvernig ég vil starfa og leita í kjarna þess sem ég stend fyrir, sérstaklega á erfiðum tímum, í stað þess að fara í hlutverk einhvers annars. Mér leið stundum eins og skjaldböku sem var að keppast við héra sem þekkti fræðin og kunni allt. En ég áttaði mig á því að skjaldbakan býr yfir öðrum kostum sem skipta máli inn í skólasamfélagið.
  Ég tel það afar mikilvægt fyrir skólasamfélagið að kennarar stundi sjálfsrýni og þekki eiginleika sína, jafn mikið og þeir þekki eiginleika nemenda sinna. Það mun stuðla að betra og faglegra starfi ásamt því að byggja upp lærdómssamfélag.

 • Útdráttur er á ensku

  A professional working theory is essential for the teacher to work according to her values. I began my journey teaching two years ago. I soon realized that what characterized my ideas about a good teacher was the ability to work with all kinds of students. I questioned how I could achieve such quality. The purpose of this research was to discover my values and how those values affect the way I conduct my work. The goal was to look for what hindered and what supported me in being the teacher I desire to be. The research question was: How do my values appear in my work as a teacher and how does a mixed-ability classroom affect the development of my professional working theory? This study is an action research conducted from 2018-2020. It is done solemnly to improve in this new working field. Data was collected through a journal and also consisted of photos I took of student reviews, research chats, parent interviews, and TOC (tickets out of class).
  The results of this study depict the importance I find in knowing that my students feel good in school. That they believe in themselves and that they have a saying in this life. I saw that if I allow students to be creative in their projects, it is easier to spot their abilities, gifts or talents. I realized that working with a method like „assessment for learning“ helps both the teacher and the student in a mixed ability classroom and that assessment can be educating as such. Furthermore, I realized, the importance of knowing how I want to conduct my teaching and be able to reach to the core of what I want to stand for, especially when going through a challenging time, rather than playing someones else´s role. I sometimes felt like the turtle that was competing against the hare that knew the theory and was good in everything. But I realized that the turtle has other qualities that are important for the school community.
  It is very important for teachers to practice self-reflection and thus learn to know their abilities just as it is important for them to know the abilities of their students. It will elevate both the school community and the professional learning community.

Samþykkt: 
 • 1.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36728


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudridur-Svava-Oskarsdóttir-Lokaverkefni.pdf1.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni taka 2.pdf179.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF