Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36729
Bakrunnur: Vanvirkni grindarbotns er algengur meðal kvenna. Þar er þvagleki hvað algengastur og margar konur sem glíma við það í íþróttum, áreynsluþvagleki þar fremst í flokki. Margar sem skammast sín mikið fyrir þetta vandamál og rannsóknir hafa sýnt fram á að mjög fáar ræða þetta við þjálfar sína eða heilbrigðisstarfsmenn, einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að fáar viti af því að möguleiki sé að laga þennan sjúkdóm með grindarbotnsæfingum. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þær sem þekkja sjúkdómsins og kunna að draga samana rétt grindarbotnsvöðvana séu ólíklegri til þess að þróa með sér áreynsluþvagleka.
Markmið: Meginmarkið þessarar verkefnis er að skoða hvort grindarbotnsæfingar hafi jákvæð áhrif á þvagleka meðal kvenna í íþróttum og hvort það sé fyrirbyggjandi fyrir þvagleka seinna á ævinni.
Aðferðir: Leitað var eftir ritrýndum greinum og fræðiritum á veraldarvefnum þar sem þær voru bornar saman og nýttar í þetta verkefni.
Niðurstöður: Grindarbotnsæfingar hafa jákvæð áhrif á þvagleka hjá konum og geta læknað sjúkdómsástandið. Hins vegar hefur ekki verið nægilega rannsakað áhrif grindarbotnsþjálfunar hjá konum í íþróttum
Ályktun: Frekari rannsóknir meðal kvenna í íþróttum er æskileg, og nauðsynleg til að geta hindrað brottfall kvenna úr íþróttagreinum vegna þvagleka.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LOKARITGERÐ 9 .pdf | 697.12 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing skemman.pdf | 928.92 kB | Lokaður | Yfirlýsing |