is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3673

Titill: 
  • Af hverju syngur þú í kór? : viðhorf kórfélaga í tíu íslenskum kórum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf íslensks kórafólks til kórastarfs, af hverju fólk syngur í kór og hvaða þætti kórastarfsins fólk telur vera mikilvæga. Sjónum var beint að þeim persónulega ávinningi sem fólk hefur af kórastarfi, þýðingu félagslega þáttarins og mikilvægi hans, lagavals, tónlistargetu kórstjórnandans og persónulegra eiginleika stjórnandans. Spurningakönnun var lögð fyrir tíu mismunandi kóra fyrir fólk 20 ára og eldri sem voru sjálfvaldir af rannsakanda og var könnunin lögð fyrir í heimsókn rannsakanda á kóræfingar á tímabilinu 26. mars til 27. maí 2009. Notast var við lýsandi tölfræði, krosskeyrslur og fylgnimælingar við greiningu niðurstaðna. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þátttakendur höfðu umtalsverðan persónulegan ávinning af kórastarfi og töldu félagslega þáttinn skipta mestu máli. Svarendur voru almennt sammála um ágæti lagavals og kórstjórnanda; yngri þátttakendur og þátttakendur með litla menntun og/eða tónlistarmenntun voru almennt jákvæðari út í flesta þætti kórastarfsins. Þeir sem voru eldri og höfðu ýmist meiri menntun og/eða tónlistarmenntun voru almennt gagnrýnni og varkárari í að gefa uppi skoðun sína á ýmsum þáttum kórastarfsins. Niðurstöðurnar gefa margar áhugaverðar vísbendingar sem vert er að skoða í frekari rannsóknum og sumar niðurstöður geta haft hagnýtt gildi fyrir kórastarf.

Samþykkt: 
  • 24.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3673


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sigrun_lilja_fixed.pdf5.9 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna