is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36731

Titill: 
 • Félagsstarfið er ekki klappað í stein : faglegar forsendur félagsstarfs eldri borgara í Reykjavík
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um félagsstarf eldri borgara í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Tilgangurinn er að skoða markmið og stefnu Reykjavíkurborgar í tómstundastarfi eldri borgara. Þessir þættir verða skoðaðir út frá hugmyndafræði og kenningum tómstundafræðinnar og leitast er við að greina tækifæri til úrbóta út frá notkun gagnreyndra aðferða.
  Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins byggist á lýðræðiskenningum John Dewey, kenningunum Erikson um aldursskeiðin átta og valdeflingu Neil Thompson. Einnig verður komið inn á nýtt sjónarhorn um framtíð eldri borgara frá þeim Guðrúnu Guðmundsdóttur og Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur.
  Aðferðafræðin við öflun upplýsinga var aðallega lestur á árannsóknum og ýmsum fræðilegum heimildum sem og á skýrslum og upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Jafnframt voru kannanir og rýnihópur sem gerð hafa verið um þennan málaflokk haft til hliðsjónar.
  Mikilvægustu niðurstöður þessarar ritgerðar eru þær að lykilhugtökin lýðræði, valdefling, framtíð og fjölbreytni eldri borgara eiga sér öll samhljóm í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara. Það sem upp á vantar er að notendur þjónustunnar upplifi stefnuna í meira mæli í framkvæmd.
  Nýmæli í þessari ritsmíð er umfjöllun um mikilvægi þess að gert sé ráð fyrir framtíð eldri borgara í tómstundastarfi en þetta hugtak hefur ekki verið ríkt í tómstundafræði hingað til.

Samþykkt: 
 • 1.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36731


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_18.05.2020, Guðrún Barbara Tryggvadóttir.pdf240.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Félagsstarfið er ekki klappað í stein - BA verkefni - Guðrún Barbara Tryggvadóttir.pdf598.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna