Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36732
Í þessari ritgerð er fjallað um hverjar eru helstu ástæður þess að unglingar ákveða að hætta í meira mæli í íþróttum á aldrinum 13-16 ára. Til þess að komast betur að því hvað veldur brottfalli voru tekin viðtöl við fjóra einstaklinga sem starfa allir í tengslum við knattspyrnu á Íslandi. Rannsóknin var unnin úr niðurstöðum viðtalanna. Fjallað var um gildi íþrótta og hvers vegna þær eru mikilvægar fyrir samfélagið og þróun knattspyrnuþjálfunar á Íslandi. Hvernig hún hefur breyst á síðastliðnum árum með bættri aðstöðu og meiri þekkingu á þjálfun. Niðurstöður bentu til þess að það er ekki bara einn þáttur sem hefur áhrif á brottfall unglinga á þessum aldri heldur samspil nokkurra. Félagslegi þátturinn er mjög stór hluti á þessum árum og vilja unglingar vera mikið með vinum sínum. Menningin innan íþróttafélaga þarf að vera öflug til þess að þeir einstaklingar sem stunda æfingar aðallega upp á félagslega þáttinn falli ekki frá. Annar þáttur sem var fjallað um er breytt umhverfi unglinga. Á þessum árum eru nemendur að fara í unglingadeild eða skipta um skóla og fá við það aukið frelsi. Eftirlit forráðamanna minnkar oft við þetta og nýta einstaklingar sér það til þess að hætta í íþróttum. Samkeppni við aðrar tómstundir var einnig áhrifavaldur í brottfalli unglinga. Á þessum árum fara æfingar að verða meira krefjandi og taka meiri tíma frá iðkendum. Þeir einstaklingar sem æfa fleiri en eina íþrótt verða að velja og hafna. Viðmælendur töluðu um að þetta væri það brottfall sem þeir hefðu minnstar áhyggjur af. Aftur á móti hafa þeir meiri áhyggjur af þeim einstaklingum sem hætta og fara ekki í neitt sökum álags. Síðasti þátturinn sem fjallað um var um var samskipti iðkanda, foreldra og þjálfara. Þessi samskipti þurfa að vera góð til þess að einstaklingnum líði vel, ef þau eru slæm geta þau valdið því að einstaklingur hætti í íþróttinni. Rannsakandi setti einnig fram drög að knattspyrnunámskeiði sem hægt væri að halda til þess að sporna við brottfalli.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gunnar-Brottfallunglinga.pdf | 452.85 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Gunnar_yfirlysing_lokaverkefni_utfyllt.pdf | 198.26 kB | Lokaður | Yfirlýsing |