is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36733

Titill: 
  • Náttúrutengd endurhæfing : þróun úrræða í starfsendurhæfingu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Undanfarin ár hafa komið fram sannfærandi gögn um að dvöl
    og iðja í náttúrunni sé gagnleg heilsu og vellíðan og að náttúrutengd endurhæfing (NTE) skili góðum árangri í starfsendurhæfingu. Sérstaklega þegar um er að ræða einstalinga með þunglyndi, kvíða, streitutengdan vanda og áfallastreitu. Þrátt fyrir nær óheft aðgengi að óspilltri náttúru hefur NTE ekki verið mikið stunduð á Íslandi.
    Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að taka fyrsta skrefið í þróun gagnreynds náttúrutengds endurhæfingarúrræðis sem innleitt verður í starfsemi starfsendurhæfingarstöðvar (SES).
    Aðferð: Rannsóknin var þátttökurannsókn og þátttakendur einstaklingar sem stunduðu endurhæfingu í SES og völdu að taka þátt. Gagnasöfnun stóð yfir í heilt ár. Valdir voru sjö náttúrustaðir í nágrenni SES og eiginleikar þeirra metnir með notkun matslista. Einnig var stunduð náttúrutengd iðja (NTI) og metið hversu þýðingarmikið og gefandi þátttakendur upplifðu að taka þátt. Rýnihópa- og óformleg viðtöl, skráning minnispunkta, myndataka og ígrundun í gegnum allt ferlið, var mikilvægur þáttur gagnaöflunar.
    Niðurstöður: Allir náttúrustaðirnir höfðu eiginleika heilsueflandi umhverfis, skv. kenningunni um endurheimt athygli og skilgreiningu á átta skynjuðum víddum umhverfisins. Fjörur og svæði við sjó aðeins meiri en skógræktir og listigarður í bæ hafði minnstu heilsueflandi eiginleikana. Marktækur munur var á 5 af 6 þáttum hugarástands fyrir og eftir dvölina á náttúrustöðunum. Þátttakendur upplifðu allar gerðir iðju þýðingarmikilar og gefandi; tómstundaiðju, garðyrkju og leik mest, en nytjar og inniræktun þar á eftir.
    Ályktanir: Náttúrustaðirnir hentuðu sem vettvangur fyrir NTE og dvöl á þeim hafði jákvæð áhrif á hugarástand. Iðja úti í náttúrunni þótti meira þýðingarmikil og gefandi heldur en NTI stunduð innandyra. Niðurstöður bentu til þess að jákvætt sé að vera eins mikið og hægt er úti í náttúrunni og stunda iðju án krafna um afurð eða árangur. Góð upplifun af tómstundum og leik gæti þýtt að sú iðja auki jafnvægi í daglegu lífi og gefi tækifæri til ástundunar iðju sem gjarnan gleymist eða er ekki forgangsraðað í lífi fólks.
    Lykilorð: Náttúrutengd endurhæfing, starfsendurhæfing, þátttökurannsókn, þýðingarmikil iðja, gefandi iðja, náttúrutengd iðja, heilsuvakning, heilsueflandi umhverfi, heilsuefling, eigindleg rannsókn.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Recently, compelling evidence has emerged that spending time in and interacting with nature is beneficial to people's health and well-being, and that nature-based rehabilitation (NBR) is effective in vocational rehabilitation. Especially for individuals suffering from depression, anxiety, stress-related mental illness, and PTSD. Despite almost unrestricted access to unspoilt nature, NBR has not hitherto been extensively practiced in Iceland.
    Objective: The objective was to start developing an evidence-based NBR to be implemented in the practice of VRC (Vocational Rehabilitation Center).
    Method: The study was an action research, with people in rehabilitation at VRC as voluntary participants. Data was collected Dec 2018 - Dec 2019. Seven nature sites near to VRC were selected and evaluated using a rating scale. Various types of nature-based activities were undertaken and participants’ experiences evaluated in terms of how meaningful and psychologically rewarding they were felt to be. Focus group interviews, informal interviews, note-taking, photo shoots and reflection were an important part of data collection.
    Results: All seven nature sites would classify as recreational environments, on attention restoration theory and the definition of the eight perceived sensory dimensions. Shores and coast areas having the most recreational characteristics, followed by forestry, and then urban park. There was a significant difference in 5 of 6 aspects of participants’ state of mind before and after their stay at the sites. All activities were experienced as meaningful and psychologically rewarding; leisure activities, gardening and play rating highest, followed by foraging and indoor gardening.
    Conclusions: The seven nature sites served well for NBR and staying there positively affected participants' state of mind. Outdoor activities were regarded more meaningful and psychologically rewarding than indoor natureassisted activities. The results indicate that the pursuit of outdoor activities as an end in themselves is particularly beneficial. Positive experience of leisure activities and play may improve life balance and encourage activities that are too often neglected.
    Key words: Nature-based therapy, vocational rehabilitation, action research, meaningful occupation, psychologically rewarding occupation, nature-based occupation, salutogenesis, restorative environment, health promotion, qualitativ research.

Styrktaraðili: 
  • Byggðastofnun
Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 30.06.2025.
Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36733


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Náttúrutengd endurhæfing. Þróun úrræða í starfsendurhæfingu.pdf87,3 MBLokaður til...30.06.2025HeildartextiPDF