is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36738

Titill: 
 • Foreldrasamstarf í leikskólum frá sjónarhorni foreldra
 • Titill er á ensku Parent partnership in preschool from parents’ point of view
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Samfélagið okkar hefur tekið miklum breytingum og hraðinn er orðinn mikill. Foreldrar eru þar engin undantekning og virðast þeir oft á mikilli hraðferð þegar þeir koma með og sækja börn sín í leikskólann. Þess vegna er mikilvægt að staldra við og kanna viðhorf foreldra til foreldrasamstarfs í leikskólum. Finnst þeim það jafnvel of mikið?
  Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á sjónarhorn foreldra hvað varðar foreldrasamstarf í leikskólum. Rannsóknarspurningin er eftirfarandi: Hver eru viðhorf foreldra til foreldrasamstarfs í leikskólum? Undirspurningarnar eru þrjár: Hvað finnst foreldrum mikilvægast í leikskólastarfinu? Hverjar eru helstu hindranir sem foreldrar finna í samstarfinu? Hvað myndu foreldrar vilja gera öðruvísi í samstarfi heimilis og leikskóla? Eigindlegri aðferðarfræði var beitt og tekin voru fimm hálfopin einstaklingsviðtöl við foreldra barna á tveimur leikskólum á höfuðborgarsvæðinu.
  Niðurstöður rannskóknarinnar benda til þess að viðhorf foreldra til foreldrasamstarfs sé jákvætt. Foreldrunum sem talað var við fannst mikilvægast að börnum þeirra liði vel í leikskólanum. Það að geta skilið barnið sitt eftir í öruggum höndum á morgnanna þegar farið er til vinnu er ómetanlegt að þeirra sögn. Foreldrarnir upplifðu fáar hindranir í samstarfinu, en það sem þeir nefndu er mismunun á milli barna og að starfsfólk hlusti ekki alltaf á þá. Foreldrarnir höfðu flestir skoðanir á því hvað þeir myndu vilja að væri gert betur, eins og til dæmis kynning á starfsfólki, meiri upplýsingar um starf elstu barnanna og ekki síst að tekið sé vel á móti börnunum á morgnanna.

 • Útdráttur er á ensku

  It is undeniable that our society has changed a lot and is now more fast paced. Parents are not an exception to this rule. They aways seem to be in a rush when they bring and pick their children from preschool. This is why it is important to take a minute to reflect on parent's point of view to their involvement and role in the preschool. Is it possible that parents find it to be too much?
  The goal of the study is to shed light on parents perspective on the parents perspective towards parent partenship in preschools. The research question was: What is the parents’ point of view towards parent partnership in the preschool? In addition, were three subquestions: What do parents find to be the most important part of the preschool? What are the main obstacles that parents find in the partnership? And; what would parents want to do differently in home and preschool partnership? Qualitative methodology was applied and five half-open individual interviews were conducted with parents of children in two preschools in the capital area.
  The results of the study indicate that parents' perspective toward the parnership are good. Parents find it most important that their children feel good in the preschool. To be able to leave your child in a safe environment in the morning when to going to work is priceless, they say. Parents experience few obstacles in partership with the preschool. But what they do mention is that preschools worker's attention among the children isn't evenly divided. And, that some parents think that the staff aren't allways listening to their needs. Most parents have opinions on what they would like the preschool to do better. For example; better introduction to staff members, more information on the daily schedules of the eldest children and last but not least, the need for children to receive a warm welcome when they arrive in the morning.

Samþykkt: 
 • 1.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36738


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hmg1707904059_lokaskil.pdf447.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_halldora.pdf341.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF