is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36741

Titill: 
  • ,,Það að vinna saman að velferð barnsins skilar alltaf betri árangri“ : líðan foreldra barna með ADHD fyrir og eftir greiningu og viðhorf kennara til barna með ADHD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Taugaröskunin athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) er umfjöllunarefni þessarar rannsóknarskýrslu þar sem sjónum verður beint að foreldrum og kennurum barna með ADHD. Markmið rannsóknarinnar er að skoða líðan foreldra barna með ADHD, bæði fyrir og eftir greiningu, og eins viðhorf kennara til barnanna og hvort greiningarferlið hafi áhrif á þau. Einnig voru könnuð þau úrræði sem skólinn getur gripið til fyrir börn með ADHD áður en greining liggur fyrir og hversu mikilvæg samskipti skóla og heimilis eru fyrir velgengni barna með ADHD. Skýrslan skiptist í fræðilegan hluta þar sem unnið var úr fyrirliggjandi heimildum og gögnum, bæði íslenskum og erlendum. Þá er fjallað um aðferðarfræði rannsóknarinnar, en tekin voru eigindleg viðtöl við tvo grunnskólakennara sem kenna börnum með ADHD og við foreldri sem á barn með röskunina. Í lokin er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar og þær síðan settar í samhengi við fræðilegu umfjöllunina og þann veruleika sem börn með ADHD, foreldrar þeirra og kennarar búa við.
    Rannsóknarspurningarnar sem leitast var við að svara eru: Hver er líðan foreldra barna með ADHD fyrir og eftir greiningu? Hver eru viðhorf kennara til barna með ADHD og breytast úrræði skólans við greiningu? Niðurstöður leiddu í ljós að viðhorf kennara til barna með ADHD virðast vera jákvæð og þeir eru tilbúnir að mæta þörfum hvers og eins með þeim úrræðum sem skólinn býður upp á. Líðan foreldra verður jákvæðari eftir að barnið fær ADHD greiningu og er það meðal annars vegna þess að í kjölfarið fær barnið lyf og fjölskyldan fær verkfæri í hendurnar til að vinna með.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36741


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAskjal_BA1.pdf353.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf96.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF