is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36744

Titill: 
  • Í takt við tímann : starfslýsingar þroskaþjálfa í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um starfslýsingar þroskaþjálfa í grunnskólum, einkum þeirra skóla er kenna sig við stefnuna um skóla án aðgreiningar. Sérstök áhersla er lögð á að skoða hversu vel starfslýsingarnar samræmast lykilákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Varpað verður ljósi á hvernig starfsábyrgð fagstéttarinnar er skilgreind í starfslýsingum og hversu vel þær endurspegla hlutverk þeirra, starfsskyldur og fagleg sjónarmið. Ritgerðin er byggð á fræðilegri úttekt og eigindlegri rannsókn. Rannsóknin byggir á viðtölum við átta þroskaþjálfa sem annars vegar hafa reynslu af starfi í grunnskólum og hins vegar ráðgjafar- og stjórnunarstörfum. Markmið rannsóknarinnar er þríþætt, í fyrsta lagi að vekja athygli á og beina sjónum að mikilvægi þess að starfslýsingar og forsendur þeirra séu í samræmi við þau faglegu viðmið er leiða skulu störf þroskaþjálfa í dag. Í öðru lagi að varpa ljósi á stöðu, hlutverk og starfsábyrgð þroskaþjálfa í grunnskólum með áherslu á að skoða hvort og hvernig starfslýsingar ramma inn störf þeirra með samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi. Í þriðja lagi að draga fram sýn þroskaþjálfa á stöðu mála hvað starfslýsingar varðar og þær lausnir sem þeir leggja til út frá þeirra faglegu forsendum. Niðurstöður okkar sýna að þroskaþjálfarnir sem tóku þátt í rannsókninni voru sammála um mikilvægi starfslýsinga og að þeim finnst gott að hafa þær til hliðsjónar til að ramma inn þeirra störf. Ennfremur árétta þeir mikilvægi þess að starfslýsingarnar séu í góðu samræmi við skilgreint starfshlutverk þeirra og hugmyndafræði. Einnig benda niðurstöður á að endurskoða þurfi starfslýsingar þroskaþjálfa í grunnskólum í ljósi ákvæða samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þeirra hugmynda er leiða stefnuna um skóla án aðgreiningar. Í því ljósi þurfa þær að endurspegla mikilvægt hlutverk fagstéttarinnar við að styðja fötluð börn til fullgildrar þátttöku í öllu skólasamfélaginu í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36744


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-verkefni2020.pdf471.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-SKIL.jpg1.15 MBLokaðurYfirlýsingJPG