is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36745

Titill: 
  • Leiðsagnarmat og menntun fyrir alla : skoðanir og viðhorf kennara á leiðsagnarmati í tengslum við menntun fyrir alla
  • Titill er á ensku Assessment for learning and inclusive education : teachers opinions and attitudes of assessment for learning regarding to inclusive education
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um skoðanir og viðhorf kennara til leiðsagnarmats í tengslum við menntun fyrir alla. Lögð er áhersla á leiðsagnarmat í aðalnámskrá grunnskóla og að sama skapi gera bæði aðalnámskrá og lög um grunnskóla ráð fyrir því að allir skólar bjóði upp á menntun fyrir alla. Áhugavert er að skoða hvernig þessir tveir þættir fléttast saman og hvort kennarar gera ráð fyrir hvoru tveggja í sinni kennslu. Menntun fyrir alla snýst um jafnan aðgang allra til náms og að öllum nemendum séu gefin tækifæri til að ná sínum markmiðum sama hver staða þeirra er. Leiðsagnarmat snýst í stuttu máli um að leiðbeina nemendum jafnt og þétt að sínum markmiðum óðháð því hvar aðrir nemendur standa. Rannsóknin sem gerð var fellur undir eigindlega rannsóknaraðferð. Viðtöl voru tekin við fimm kennara á yngsta stigi í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við efnið. Leitast var eftir skoðunum kennara bæði á leiðsagnarmati og menntun fyrir alla ásamt því að kanna hvernig leiðsagnarmat er nýtt fyrir alla nemendur. Niðurstöður voru þær að kennarar nota leiðsagnarmat nokkuð mikið í sinni kennslu. Allir skólar gera ráð fyrir menntun fyrir alla en ýmislegt virðist vanta upp á til þess að gera framkvæmd þess betri. Leiðsagnarmat virðist þó henta vel fyrir alla nemendur þar sem kennarar nefna að auðvelt sé að aðlaga leiðsagnarmatið að öllum nemendum og þar með fléttist þetta tvennt vel saman. Niðurstöður ríma vel við fyrri rannsóknir þar sem kemur fram að framkvæmd menntunar fyrir alla er ekki auðveld og margt sem þarf að skoða betur. Leiðsagnarmat geri þó ráð fyrir að hægt sé að mæta öllum nemendum og aðlaga nám að hverjum og einum. Þannig ætti leiðsagnarmat að henta vel í tengslum við menntun fyrir alla.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis focuses on teachers opinions and attitudes of assessment for learning regarding to inclusive education. The Icelandic national curriculum guide for compulsory schools emphasizes assessment for learning and both the curriculum and Compulsory School Act assume that all schools offer inclusive education. It´s interesting to view how these two factors intertwine and if teachers are involving both factors in their teaching. Inclusive education is about equal access for everyone to learn and that every student is given the opportunity to reach their goals regardless of their position. In few words assessment for learning is about guiding students to their goals regardless of other students position. This research is a qualitative study. Interviews about the subject were conducted with five teachers on the youngest level of elementary schools in the capital area. The goal was to hear teachers opinions about both assessment for learning and inclusive education along with finding out how assessment for learning is used for all students. The results were that teachers use assessment for learning quite a lot in their teaching. All schools use inclusive education but a few things seem to be missing to make the implementation better. Although assessment for learning seems to work out well for inclusive education where teachers say it’s easy to adjust assessment for learning to all students and therefore these two factors intertwine well together. The results rhyme well with other researches where it appears that the implementation of inclusive education is not easy and there are many things that need further inspection. Although assessment for learning assumes that it’s possible to meet every students needs and adjust the education to each and everyone. Therefore assessment for learning should be a good option for inclusive education.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36745


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. Leiðsagnarmat og menntun fyrir alla. HDS.pdf696.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf119.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF