is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36747

Titill: 
 • Þetta snýst um að kveikja einhvern neista : viðhorf kennara og nemenda á unglingastigi til bókmenntakennslu í grunnskólum
 • Titill er á ensku It is about igniting a certain spark : teachers’ and students’ attitude towards literature teaching
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmiðið með rannsókninni er að varpa ljósi á viðhorf kennara og nemenda á unglingastigi grunnskóla til bókmenntanáms, ásamt því að kanna hvaða bókmenntir eru valdar til kennslu og hvers vegna. Bókmenntir eru hluti af menningararfi þjóðarinnar, og er því mikilvægt að skoða hvernig þessum þætti íslenskukennslu er sinnt. Ef takast á að miðla þessum arfi áfram til næstu kynslóða skiptir máli hvernig ungum lesendum er kennt að meta, túlka og njóta góðra bókmennta.
  Lestur og læsi í víðum skilningi hafa verið sett á oddinn af menntayfirvöldum síðustu árin vegna þess að rannsóknir fyrri ára sýna að dregið hefur úr lestri ungmenna. Jafnframt hafa niðurstöður PISA kannana sýnt að lesskilningi hefur hrakað.
  Þessi rannsókn var framkvæmd yfir veturinn 2019-2020. Hún er byggð á eigindlegum aðferðum; tekin voru opin viðtöl við fjóra íslenskukennara á unglingastigi og einn rýnihóp nemenda í 9.-10. bekk. Rannsóknarspurningin hljóðaði svo: Hver eru viðhorf kennara og nemenda til bókmenntakennslu á unglingastigi? Helstu niðurstöður voru að kennarar og nemendur telja bókmenntakennslu mikilvæga og eru jákvæðir gagnvart henni, en ýmissa úrbóta er þó þörf.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this project is to shed a light on teachers and teenage students’ attitude towards teaching and learning literature, respectively, in primary schools. Furthermore, the selection of literature pieces for teaching, and the reasons for them being selected, will be researched. Literature is a part of Iceland’s cultural heritage, so it is important to look into the conduct of this aspect of Icelandic teaching. If this heritage is to be successfully channelled to future generations, appropriate conditions should apply in teaching young readers how to appreciate, interpret and enjoy quality literature.
  Establishing proper reading and literacy amongst youths have been the main priorities of educational authorities due to recent studies showing a steady decline in their reading. In addition, results from PISA studies conclude that their reading comprehension has decreased.
  This research was conducted in the winter of 2019-2020. It is based on qualitative research methods; four teachers and a group of students ranging from 9th-10th grade were subjects to in-depth interviewing. The research question was as follows: What is the attitude of teachers and teenage students towards literature teaching? The bulk of results deduced that most of these teachers and students have a positive attitude towards studying literature, considering it to be important. However, they also commented on a need for certain reforms on the subject.

Samþykkt: 
 • 1.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36747


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Haraldsdóttir_ Viðhorf til bókmenntakennslu-lokaskil.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Helga.pdf318.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF