is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36755

Titill: 
 • Ærslaleikur ungra barna : óþarfa hamagangur eða fyrstu skref í samleik?
 • Titill er á ensku Toddlers rough and tumble play : unnecessary chaos or the beginning of peer play?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig má gefa yngstu börnum í leikskóla meira svigrúm til ærslaleiks inni á deild í þeim tilgangi að ærslaleikurinn styðji við samskipti þeirra. Ærslaleikur ungra barna er skilgreindur í þessu verkefni sem leikstíll sem einkennist af hreyfingu, líkamstjáningu og hljóðum. Í rannsókninni var sjónum beint að því hvernig ærslaleikur styður við samskipti ungra barna inni á deild og hvernig breytt fyrirkomulag á námsumhverfi deildar og starfshættir kennara geta stutt við samskipti ungra barna. Tilgangur rannsóknarinnar var að bæta starfshætti innan leikskólans þegar kemur að ungum börnum og bæta þekkingu og viðhorf starfsfólks til eðlis ærslaleiks. Með því móti væri hægt að auka tækifæri ungra barna til ærslaleiks. Rannsóknarsniðið var starfendarannsókn þar sem rýnt var í þróun nýrra starfshátta á einni deild í leikskóla í Árborg og áhrif þeirra á samskipti yngstu barnanna. Gagna var aflað með skriflegum skráningum, myndbandsupptökum, ljósmyndum og hljóðupptökum og fór gagnaöflunin fram á tímabilinu október 2019 til febrúar 2020.Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að ærslaleikur ungra barna studdi við samskipti barnanna á deildinni. Í forgrunni ærslaleiksins var líkamstjáning sem veitti ungu börnunum, bæði þeim börnum sem voru farin að nota tungumálið og hinna sem lítið eða ekkert farin að tjá sig, jafnan grundvöll til samskipta og til að þróa samleik sinn. Breytt námsumhverfi deildarinnar gaf börnunum aukin tækifæri til samskipta. Ærslahornið sem sett var upp á deildinni veitti börnunum svæði til að ærslast á og í gegnum ferlið sóttust þau eftir því að fara saman í hornið sem leiddi til þess að félagstengsl og samskipti þeirra efldust. Niðurstöður sýndu einnig mikilvægi þess að kennarar séu í hæð barna, andlega og líkamlega til staðar til að styðja við samskipti ungra barna, ekki aðeins til þess að leiðbeina þeim í leik, heldur jafnframt til að veita þeim öryggi í leiknum. Rannsóknin bendir til þess að starfendarannsókn sé góð leið til að þróa starfshætti og auka þekkingu meðal meðal þeirra sem starfa með ungum börnum. Niðurstöður sýndu að ferli rannsóknirnar opnaði á faglegar umræður og tækifæri til ígrundunar á starfsháttum, sem efldu þannig þekkingu starfsfólksins á deildinni á starfi með ungum börnum.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of the following study is to see how Early Childhood Education and Care (ECEC) settings supply toddlers with more access to rough and tumble play to support their communication. Toddlers rough and tumble play is defined in the study as a style of play that is characterized by movement, body language and sounds. The study focuses on how rough and tumble play supports toddler’s communication and how a change of the indoor environment in ECEC settings and teacher practices can support toddler’s communication in rough and tumble play. The purpose of the study was to improve ECEC practices when it comes to young children and to increase the knowledge and perceptions of people working with young children. That way, toddlers could get increased opportunities for rough and tumble play and pointing out that by stopping young children in rough and tumble play the opportunities for children to communicate are being reduced.
  The study was an action research that examined the development of new practices in the ECEC setting and the impact it had on the youngest children’s communication and play. Data was collected through field diaries, field notes, video recordings, photographs and sound recordings. Data collection took place between October 2019 and February 2020.
  The results indicate that toddlers rough and tumble play supports their communication in an indoor environment in ECEC settings. Body language was at the forefront of the play which provided the young children with a basis for communication and development of peer play. Thus, the changes in the learning environment provided the children with greater opportunities for communication. A thumbing zone was made that provided space for the children to tumble on. Throughout the process they started to look at it as a social place, where they could develop their communication skills, peer play and social relationships. The results also showed the importance of teachers being at the height of children while they play and the importance of the teachers being present mentally and physically to support the children, not only to guide them in communication and play but also to provide them with security. The study indicates that action research is a good way to develop practices and increase knowledge among those that work with young children. The research process provided opportunities for me and participants to have more professional discussions, opportunities for reflecting on current practices and strengthened the knowledge about working with young children.

Samþykkt: 
 • 1.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36755


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ærslaleikur ungra barna. Hugrún_Helgadóttir.pdf1.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf171.84 kBLokaðurYfirlýsingPDF