is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36756

Titill: 
 • „Heppin að fá að nota þessi forréttindi“ : notkun og viðhorf nemenda í 6. bekk í grunnskóla til spjaldtölvunotkunar í námi og kennslu
 • Titill er á ensku "Lucky to be allowed to make use of these privileges" : views of sixth graders at a primary and lower secondary school on the use of tablets for teaching and learning
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Skólastofnanir standa frammi fyrir breyttu umhverfi kennslu eftir tilkomu snjalltækja og notkun þeirra er orðinn æ ríkari þáttur í daglegu lífi barna og unglinga. Árið 2015 hóf Kópavogsbær innleiðingu spjaldtölva í grunnskólum bæjarins og var lögð áhersla á eitt tæki á hvern nemanda frá 5. bekk. Samhliða breyttum kennsluháttum vakna spurningar um áhrif af notkun snjalltækja á líf og skólastarf nemenda. Eykur tæknin svigrúm þeirra til að dýpka þekkingu sína, getu þeirra til að sækja og vinna úr gögnum og færni þeirra til að miðla niðurstöðum á skapandi hátt? Á móti heyrast raddir í þá veru að tölvunotkun dragi úr beinum samskiptum og hreyfingu, ýti undir svefnleysi og kalli fram einelti af nýjum toga. Nokkuð hefur verið fjallað um innleiðingu á notkun spjaldtölva út frá sýn kennara og breyttum kennsluháttum en lítið um viðhorf og reynslu nemenda.
  Markmið þessa meistaraverkefnis er að kanna viðhorf og reynslu nemenda í 6. bekk í völdum skóla í Kópavogi til spjaldtölvunotkunar í skólastarfi, námi og frístundum. Rannsóknin er eigindleg og byggð á opnum spurningaramma. Rætt var við tvo rýnihópa, sex stelpur og sex stráka. Viðtölin voru hljóðrituð, endirrituð og greind eftir þemum sem mótuðust við greininguna. Niðurstöður gefa til kynna að nemendum líki breyttir kennsluhættir og þeir nýti tölvurnar til lesturs, upplýsingaöflunar, ritunar og sköpunar. Strákar nýta tölvurnar meira í leiki en stelpurnar segjast mest nota skólatengd öpp. Rannsóknin endurspeglar sýn nemenda á notkun spjaldtölva og nýrra kennsluhátta, hvað þeir telja vel gert og hvað megi betur fara. Áhugavert væri að fylgja rannsókninni eftir með vettvangsathugun í skólastofu en því varð ekki við komið vegna takmarkana á skólahaldi í veirufaraldri. Einnig mætti skoða stærri hóp með úrtaki við fleiri skóla.

 • Útdráttur er á ensku

  Implementation of smart devices into schools has changed the environment of teaching and become an increasingly important part of childrens and teenagers lives. In 2015, the municipality of Kópavogur began introducing tablets into schools at the primary and lower secondary school level aiming for one device per student from the fifth to the tenth grade. This has called for some changes in teaching methods, but also raised questions about the impact of using smart devices on students, their studies and freetime activities. On one hand the technology may help students to deepen their knowledge, retrieve and process data, and present results in a creative fashion. On the other hand, people worry that tablet use might reduce direct communication and activeness , or lead to difficulties with sleeping and new forms of bullying. There has been some research on the introduction of tablets into schooling and changed teaching methods from the perspective of teachers, but not much is known about the attitudes and experiences of students in this respect.
  The aim of this thesis is to explore the attitudes and experiences of students in the sixth grade in a selected school in Kopavogur on tablet use in the classroom, studying and leisure. The study is qualitative and based on an open questionnaire. Two focus groups were interviewed, six girls and six boys. The interviews were recorded, rewritten and analyzed according to themes developed during the analysis. Results indicate that students appreciate changed teaching practices and use the tablets for reading, information gathering, writing and creativity. Boys use them more for games and girls say they mostly use them for school-related applications. The results reflect students' perception of tablet use and new teaching methods, what they believe is successful and what can be improved . It would be interesting to follow up the study with a field study in the classroom, but this was not possible because of restrictions on schooling during a viral epidemic. Interviews with focus groups from other schools would also be of interest.

Samþykkt: 
 • 1.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36756


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hulda_Kristin_Haraldsdottir_lokaskil_meistaraverkefni.pdf675.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_utfyllt.pdf1.25 MBLokaðurYfirlýsingPDF