is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36757

Titill: 
  • Hreyfing, sköpun og stærðfræði í útiveru leikskólabarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur greinargerðarinnar og hugmyndabankans er að vekja áhuga á skapandi og markvissri kennslu utandyra fyrir leikskólabörn. Í greinargerðinni er sjónum einkum beint að hlutverki kennara í útiveru, á mikilvægi útiverunnar og á ávinning útiveru fyrir þroska barna. Í hugmyndabankanum er að finna ýmis verkefni sem má vinna með börnum í útiveru og tekið er fram hver ávinningurinn af þeim er. Efni greinargerðarinnar og hugmyndabankans varð fyrir valinu vegna kynna höfundar af útiverunni í leikskóla þar sem útnámi er gert hátt undir höfði. Markmið verkefnisins var að rýna í gildi útiveru og hlutverk kennara í útiveru. Í hugmyndabankanum má finna verkefni sem þjálfa fín- og grunnhreyfingar, eru skapandi, kenna stærðfræði, auka félagsþroska og auka virkni og áhuga barna í útiveru. Tilgangur verkefnisins er að rýna í hvernig má efla útveruna og auka hana með því að leggja áherslu á fjölbreytt verkefni og hlutverk kennara í útiverunni. Til þess að leita svara við því hvernig sé heillavænlegast að haga útiverunni í leikskólum leitaði höfundur í fræðilegar heimildir og hann ígrundaði einnig eigin reynslu af útiveru í leikskólastarfi. Niðurstaða greinargerðarinnar er að með réttum áherslum hefur útveran sama kennslufræðilega gildi og verkefnavinna innan dyra.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36757


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hreyfing, sköpun og stærðfræði í útiveru leikskólabarna - Hulda Heiðrún Óladóttir.pdf459.5 kBLokaður til...01.05.2080HeildartextiPDF
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_Hulda Heiðrún Óladóttir.pdf213.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF