is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36758

Titill: 
 • Sköpum og reiknum úti í náttúrunni : verkefnahefti í myndmennt og stærðfræði
 • Titill er á ensku Creating and calculating in nature : curriculum in arts and math
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þetta meistaraverkefni er byggt upp sem nýtt kennsluefni í stærðfræði og myndmennt fyrir yngsta stig grunnskólans sem nýtir nærumhverfi skólans sem vettvang kennslunnar. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar inniheldur það fræðilega ritgerð og hinsvegar verkefnahefti með samþættum verkefnum tengdum faggreinunum stærðfræði og myndmennt. Leitast var við að svara tveimur spurningum:
  1. Hvernig má samþætta stærðfræði og myndmennt í útinámi?
  2. Getur þess konar nám verið hluti af almennu skólastarfi?
  Í fræðilega hlutanum er vísað til skrifa Elliot Eisner (1998,2002) og Önnu Craft (2001, 2002, 2006, 2007) um mikilvægi listgreina í skólastarfinu auk hugmynda Jo Boaler (2014, 2016) um vaxandi hugarfar í stærðfræðinámi. Jafnframt er fjallað um gagnsemi samþættingar, útikennslu, skapandi og gagnrýndar hugsunar og menntun til sjálfbærni í skólastarfinu.
  Verkefnaheftið er ætlað nemendum til afnota og henta þau vel til útprentunar. Bæði kennarar í myndmennt og stærðfræði geta notast við námsefnið í kennslu sinni þar sem samþætting greinanna er höfð að leiðarljósi. Með því að nýta nærumhverfi skólans sem vettvang kennslunnar geta nemendur kynnst nærumhverfi sínu og samfélagi betur. Með verkefnaheftinu fá kennarar tækifæri til að gera nemendum sínum ljóst mikilvægi lista og sköpunar í námi sínu og daglegu lífi.
  Námsefnið var prófað á nemendahóp í 2.bekk sem var mikilvægur þáttur í uppbyggingu þess og þróun. Helstu niðurstöður prófunarinnar voru þær að námsefnið er hæglega hægt að nýta sér í námi frá degi til dags en kennslan krefst þó meiri undirbúnings að hálfu kennarans en hefðbundin bókleg kennsla. Nemendur nutu sín úti í umhverfi skólans og mikil gleði og eftirvænting einkenndi nemendahópinn. Verkefnin voru góður grunnur fyrir umræður tengdum verkefnunum sem gaf vitneskju um þekkingu nemenda á námsefninu.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is built up as a new curriculum in arts and math for the youngest students in elementary school where nature is used as the main platform. The thesis is twofold, first, a theoretical essay and second, a curriculum based on arts and math. While working on this project I sought to answer two questions;
  1. How can math and art be integrated into outdoor education
  2. Can this kind of learning be a part of everyday school activities?
  In the theoretical part of this thesis the writing of Elliot Eisner (1998, 2002) and Anna Craft (2001, 2002, 2006, 2007) in the importance of art education are brought to light as well as Jo Boaler (2016) ideas on growing mindset in mathematical studies are reviewed. At the same time, the utility of outdoor teaching, integration of school subjects and creative- and critical thinking in education are highlighted.
  The curriculum is printable and is intended for students to use. Both art and math teachers can use the curriculum in their teaching since the integration of the two subjects are the focus of the curriculum. By using nature as the platform of teaching, students have increased opportunities to become familiar with their environment and their community. By using the curriculum, the teachers get the opportunity to make their students realize the importance of arts a creativity in the learning and everyday life.
  The curriculum was tested with a group of 2nd graders, but that group was an active factor in constructing and development of the material. The main results of the test were that the curriculum can easily be used in teaching in the day to day life but does require a bit more preparation than traditional academic learning. The students enjoyed them self out in nature and where able to view their environment with a different mindset and was it mainly joy and excitement that characterized the study session. The assignments give a good basis for discussions related to the subjects that gives a good understanding of students’ knowledge.

Samþykkt: 
 • 1.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36758


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf84.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Sköpum og reiknum úti í náttúrunni - greinargerð.pdf396.7 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Sköpum og reiknum úti í náttúrunni -námsefni.pdf9.54 MBOpinnVerkefnaheftiPDFSkoða/Opna