is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36759

Titill: 
  • Þegar fræðin og ég urðum eitt : ávinningur af notkun leiðsagnarmats í stærðfræðikennslu
  • Titill er á ensku When I and the subject became one : benefits of using formative assessment in teaching mathematics
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er starfendarannsókn og markmið hennar var að skoða hvernig ég sem kennari geti notað leiðsagnarmat í minni kennslu án þess þó að hafa allt stærðfræðiteymið sem ég starfa í með í ráðum og því var lagt upp með eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvernig get ég unnið með fimm lykilaðferðir leiðsagnarmats Wiliams og Thompsons sem kennaranemi í teymi? Þau gögn sem ég notaði við úrvinnslu rannsóknarinnar voru að mestu dagbókarskrifin mín ásamt samtölum við samstarfsfólk og nemendur sem og annað tilfallandi efni sem tengdist rannsókninni. Við úrvinnslu gagna skoðaði ég skrif mín og ígrundaði þau með hliðsjón af viðmiðum starfendarannsókna, leiðsagnarmats og þeim aðstæðum sem myndast þegar maður er partur af teymi. Helstu niðurstöður voru að mér tókst ekki upphaflegt ætlunarverk mitt en ég gafst þó ekki upp og hélt ótrauð áfram við að leita leiða til að nýta mér fræði leiðsagnarmats til að efla nemendur mína í námi. Þegar líða tók á skólaárið fór ég að sjá breytingar hjá nokkrum nemendum sem ég gaf sérstaklega gaum á þessu tímabili og mér fannst ég uppskera eins og ég sáði. Ég fann að ég náði að tengjast nemendum mínum betur með því að nýta mér fimm lykilaðferðir leiðsagnarmats Wiliams og Thompsons sem leiðarljós í samskiptum við þá ásamt því að sjá mun á viðhorfi þeirra til stærðfræði, sem jók á ánægju þeirra í námi og það sýndi sig einnig í námsframvindu. Ég hlakka til að halda vinnu minni með leiðsagnarmat áfram og vonast til að ná að breiða út boðskapinn og innleiða það frekar í teyminu mínu.

  • Útdráttur er á ensku

    This study is a action research and the aim was to examine how I, as a teacher, can use formative assessment in my teaching without collaborating with my co-workers in the math-team and therefore my research question is: How can I work with the five key strategies for effective formative assessment from Wiliam and Thompson as a teacher in a team? The data I used in the research process were mostly my journal writing along with conversations with colleagues and students as well as other incidental material related to the research. In processing my data, I reviewed and reflected on my writings, taking into account the criteria of action research, formative assessment and the circumstances that arise when you are a part of a team. The main findings were that I was unsuccessful in my initial mission, but I never gave up, and I continued to search ways to utilize the educational value of formative assessment to enhance the learning of my students. As the school year progressed, I began to see changes in some students that I paid particular attention to during that time, and I felt that I had succeeded in my efforts. I found that I was able to connect better with my students by using the five key strategies for formative assessment as a guideline in communicating with them, as well as seeing their attitudes toward mathematics change, which increased their enjoyment in learning and they also showed progress in their studies. I look forward to continuing my work with formative assessment and hope to get the opportunity to spread the message and introduce it further in my teaching team.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36759


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IngibjörgBlakaHreggviðsdóttir_Meistaraverkefni.pdf936.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf179.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF