en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3676

Title: 
  • is Áhættutaka í sögulegu samhengi
Abstract: 
  • is

    Það er meginregla í íslenskum skaðabótarétti að tjónþoli ber tjón sitt sjálfur nema skilyrði skaðabótareglna til að fá tjónið bætt séu uppfylltar. Til að tjónvaldur beri skaðabótaábyrgð á tjóni sem hann veldur á hagsmunum annars manns þarf tjóninu í fyrsta lagi að vera valdið með ólögmætum hætti, í öðru lagi þurfa að vera lágmarkstengsl milli hinnar bótaskyldu háttsemi og tjónsins og í þriðja lagi þurfa hagsmunirnir að njóta lögverndar. Til þess að háttsemi teljist ólögmæt má hún ekki réttlætast af hlutlægum ábyrgðarleysisástæðum. Hlutlægar ábyrgðarleysisástæður í íslenskum skaðabótarétti eru neyðarvörn, neyðarréttur, óbeðinn erindisrekstur, samþykki og áhættutaka. Annað skilyrði sem verður að vera fyrir hendi er að þessi háttsemi sé talin saknæm, það er viðhöfð af gáleysi eða ásetningi. Ásetningur er þegar maður veldur viljandi tjóni eða tjónvaldi eru afleiðingar háttsemi sinnar fyllilega ljósar og aðhefst samt. Gáleysi er þegar maður gætir ekki þeirrar varkárni sem ætlast má af honum við tilteknar aðstæður. Ásetningur hefur þó ekki mikla þýðingu þegar kemur að skaðabótaskyldu, enda nægir gáleysi almennt til bótaskyldu. Þessi skilgreining hefur þó aðeins þýðingu þegar bótaábyrgð er reist á sakarreglunni, enda er ólögmæti eitt af skilyrðum hennar. Þegar bótaábyrgð er reist á hlutlægum bótareglum er ólögmæti ekki skilyrði bótaábyrgðar og framangreind útlistun getur ekki átt við.
    Hlutlægar ábyrgðarleysisástæður í íslenskum skaðabótarétti eiga sér langa sögu og sem rekja má allt aftur til þjóðveldisaldar. Í ritgerð þessari er sjónum beint að áhættutökuákvæðum Jónsbókar og Grágásar. Ritgerðin skiptist aðallega í tvo meginhluta. Í þeim fyrri er fjallað um þýðingu ákvæðanna og gildissvið þeirra á þeim tíma þegar þau voru sett. Í seinni hlutanum er greint frá þróun áhættutöku og gildi ákvæðanna í nútímarétti.

Accepted: 
  • Sep 24, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3676


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bara_Jonsdottir_fixed.pdf276.33 kBOpenHeildartextiPDFView/Open