is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36760

Titill: 
  • Umhverfismennt í gegnum S.T.E.M. : verkefnasafn fyrir leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugmyndin að þessu verkefnasafni er sprottin upp úr verkefninu Erasmus+ sem höfundur fékk að kynnast og taka þátt í. Verkefnasafnið er saman set af þeim þemum og verkefnum sem börnin náðu að tileinka sér einna best í Erasmus+ verkefninu og ásamt nokkrum viðbótum. Þemun eru loft, land og vatn og hverju þema fylgir verkefni auk lesefnis fyrir kennara. Höfundur hefur framkvæmt verkefnin með börnum og tryggði þannig að þau væru viðeigandi og vel framkvæmanleg. Í verkefnunum fléttast saman vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði og eiga þessar námsgreinar það sameiginlegt að þjálfa rökhugsun og lausnaleit, þætti sem taldir eru mikilvægir á öllum starfssviðum og í lífinu sjálfu. Flest verkefnin eru kennd í gegnum leik eftir kennslufræðilegum aðferðum þar sem kennarinn býr til sameiginlega þekkingu meðal barnahópsins, sem nýtist þeim svo í leiknum. Til dæmis, þegar nýtt viðfangsefni er kynnt, útskýrir kennarinn viðfangsefnið þannig að börnin hafi sameiginlegan grundvöll til þess að byggja leikinn á. Tilvalið er að grípa í stök verkefni í verkefnasafninu eða vinna það sem heild. Í mögum verkefnanna er einnig notast við forritunarvélmennið Bee-Bot sem hefur hlotið mikið lof sem kennslutæki í upplýsingamennt og grunnforritun fyrir ung börn. Verkefnasafnið hentar vel börnum frá 4 til 6 ára.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36760


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg Lilja Kristjánsdóttir B.Ed Greinagerð skil.pdf437.3 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Ingibjörg Lilja Kristjánsdóttir B.Ed verkefnasafn skil.pdf2.23 MBOpinnVerkefnasafnPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf177.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF